Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 11:42 Yfirvöld óttast það að fari faraldurinn úr böndunum muni álagið á spítala landsins aukast mikið. Landspítali/Þorkell Þorkelsson Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. Yfirvöld óttist það einna mest að mikill fjöldi einstaklinga veikist, hætta sé á því að það yfirkeyri spítala landsins. Þetta kom fram í máli Þórólfs á daglegum upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar minntist hann á að daglegur fjöldi þeirra sem hafi verið að greinast hafi haldist nokkuð stöðugur, en síðustu daga hafa á milli 80 til 100 einstaklingr verið að greinast á hverjum degi. „Vonandi fer þessi tala ekki upp á við. Við viljum alls ekki að hún fari mikið hærra því að það er það sem við óttumst einna mest að við förum að fá mikinn fjölda af einstaklingum sem er að greinast. Það þýðir það að við fáum mikinn fjölda af alvarlega veikum einstaklingum sem hæglega geta yfirkeyrt spítalakerfið ef að það ástand varir eitthvað áfram,“ sagði Þórólfur. „Hundrað manns eru að greinast á hverjum einasta degi. Ef það heldur áfram, eða vex frekar, skilar það sé í enn fleiri innlögnum á spítala, sagði Þórólfur. Ef við missum faraldurinn þannig úr höndunum munum við yfirkeyra spítalann. Hvort hann ræður við það eða ekki er erfitt að segja.“ Þá minnstist hann einnig á að mikill fjöldi væri í sóttkví, um 4.300 einstaklingar. Reynslan sýndi að um fimm prósent af þeim sem eru í sóttkví eigi eftir að veikjast. „Þannig að það er talsverður fjöldi sem á eftir að koma úr sóttkví með veikindi ef að hlutfallið helst óbreytt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26 Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50 Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24 Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Veiran les ekki minnisblöð eða reglugerðir „Veiran hún les ekki minnisblöð sóttvarnalæknis og hún les ekki reglugerð ráðuneytisins,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag þegar hann sagði að tilgangslaust væri að karpa um misræmi á milli minnisblaðs hans til ráðuneytis um þær aðgerðir sem grípa ætti til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar, og þeirrar reglugerðar sem leit dagsins ljós. 8. október 2020 11:26
Rosaleg röð í skimun sem nær langt upp í Ármúla Mikið álag virðist vera við sýnatöku Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sýnataka vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 fer fram í Orkuhúsinu á horni Grensásvegar og Suðurlandsbrautar. 8. október 2020 10:50
Streyma í sýnatöku í Sunnulækjaskóla Börn úr Sunnulækjaskóla á Selfossi streyma nú í sýnatöku eftir að starfsmaður skólans og börn greindust með Covid-19 á dögunum. Sýnataka fer fram í íþróttahúsi skólans. 8. október 2020 10:24
Tæplega hundrað greindust í gær og 23 á spítala Níutíu og fjórir greindust með kórónuveiruna innlands í gær. Fjörutíu þeirra voru í sóttkví. Þá greindust átta við landamærin. Tuttugu og þrír liggja nú á Landspítalanum með kórónuveiruna. 8. október 2020 09:56