Finna fyrir fullum stuðningi ríkisstjórnarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2020 14:11 Frá fundi dagsins. Almannavarnir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segist ekki finna fyrir öðru en fullri samstöðu frá ríkisstjórninni í garð þríeykisins og þeirra sem vinna að viðbrögðum yfirvalda við kórónuveirufaraldrinum. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir notaði knattspyrnulíkingar til þess að lýsa því hversu mikilvægt það væri að sýna samstöðu. Fullyrt er í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag að óeining sé innan stjórnarmeirihlutans um sóttvarnaaðgerðir heilbrigðisráðherra. Það sé ekki síst í kjölfar síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir helgina, fyrst þegar hertar samkomutakmarkanir tóku gildi á landinu öllu á mánudag og svo í gær þegar enn hertari reglur tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins voru sagðir vera í hópi efasemdarmanna. Víðir og Þórólfur voru spurðir út í þetta á upplýsingafundi almannavarna í dag, hvort að þeir finndu fyrir minnkandi samstöðu gagnvart þeim aðgerðum sem kynntar hafi verið að undanförnu? „Við upplifum það ekki gagnvart ríkisstjórninni að það sé eitthvað ósætti með það. Við höfum fundað með þeim reglulega og erum með fullan stuðning allra ráðherranna í þessu. Ég held að þetta sé eitthvað orðum aukið. Það er bara hlutverk stjórnmálamanna að spyrja ágengra spurninga og við höfum kallað eftir því að fá gagnrýni og frá rýni á það sem við erum að segja og gera. Þannig á lýðræðislegt samfélag að virka,“ svaraði Víðir sem ítrekaði aftur að full samstaða væri í ríkisstjórninni á bak við þríeykið, það hafi þau fundið skýrt fyrir í samskiptum við ráðherra. Má gagnrýna landsliðið þegar illa gengur en allir styðja það inni á vellinum Þórólfur greip boltann á lofti og sagði að það væri ekki síður mikilvægt hjá stjórnvöldum og þingmönnum að sýna samstöðu, þau þyrftu að sýna hana á sama hátt og verið sé að biðla til almennings um að sýna samstöðu gagnvart sóttvarnaraðgerðum. Sagði hann mikilvægt væri að fylkja sér á bak við þær aðgerðir sem ákveðnar eru, og greip hann til knattspyrnulíkingar til þess að renna stoðum undir mál sitt, líklega vegna þess að íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu spilar afar mikilvægan leik í kvöld. „Þó að illa gangi þá getum við gagnrýnt landsliðið en þegar komið er út á völlinn að spila þá stöndum við saman og hvetjum þá áfram. Þannig náum við árangri. Við náum engum árangri ef við erum sífellt að nuddast og nagast í því sem verið að gera því hinn eini sannleikur hvernig á að gera þetta, hann er ekki til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01 Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42 Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48 Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Olivia Hussey er látin Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Fleiri fréttir Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjá meira
Grunnatriðin sem Þórólfur vill að allir hafi í huga Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að mikilvægt sé að landsmenn allir hafi það í huga hvernig kórónuveiran smitist á milli manna og hvernig best sé að sporna við hverri dreifileið. 8. október 2020 13:01
Munum yfirkeyra spítalana ef faraldurinn fer úr böndunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segist vona að fjöldi smita sem mælist á hverjum degi fari ekki mikið upp á við á næstu dögum og vikum. 8. október 2020 11:42
Búist við að tölur um fjölda smita verði háar næstu daga Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ítreka tilmæli sín vegna aukins fjölda kórónuveirusmita. 8. október 2020 09:48
Þórólfur trúir því ekki að læknar vilji láta veiruna ganga yfir sig Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að allar þjóðir heims séu langt frá því að hafa hjarðónæmi fyrir kórónuveirunni sem veldur sjúkdómnum Covid-19. 8. október 2020 12:47