Aron Einar sáttur í leikslok: Gamla bandið komið saman aftur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. október 2020 21:08 Aron Einar var frábær í kvöld. Vísir/Vilhelm Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember. „Bara mjög vel. Fannst við virkilega þéttir, fengum fá færi á okkur og sköpuðum mikið af færum. Við duttum óþarflega langt niður á völlinn í seinni hálfleik. Það reyndar gerist venjulega þegar við erum að halda þeim frá marki. Mér fannst við bara virkilega sterkir í dag og gamla bandið komið saman aftur,“ sagði Aron Einar og glotti í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson að leik loknum. „Við erum virkilega sáttir og horfum fram núna, bara fyrri hálfleikurinn búinn. Nú er það bara næsti leikur, við erum klárir í hann og ætlum okkur að vinna hann líka,“ sagði Aron Einar jafnframt um leik kvöldsins. Um vítaspyrnuna sem Rúmenía skoraði úr „Sko ég er ekki búinn að sjá þetta. Ég talaði við Ragga (Ragnar Sigurðsson), hann reiknaði ekki með því að ég myndi vinna boltann. Hann fer því í þessa náttúrulegu hreyfingu þegar maður er að fara upp í skallabolta. Þú verður því að segja mér hvort þetta var víti eða ekki.“ Henry Birgir sagði það sem alþjóð fannst: „Þetta var aldrei víti.“ „Ég spurði dómarinn eftir leikhvort hann væri að bíða eftir því að finna eitthvað til að dæma á.“ sagði Aron einnig en Damir Skomina, dómari leiksins, var heila eilífð að horfa á endursýningar af atvikinu. Aron tók þó fram að ekkert hefði verið við hann að sakast og að Damir hefði dæmt leikinn vel. „Í rauninni aðeins þetta eina atriði sem hann klikkaði á.“ „Þetta var bara högg, smá bólga og allt það. Það stoppar mann ekkert í hita leiksins,“ sagði Aron um höggið sem hann fékk í fyrri hálfleik. Sextíu meðlimir Tólfunnar mættu á leikinn „Geggjað. Í raun ótrúlegt að þau hafi náð upp þessari stemmningu. Flott að þau hafi fengið að koma á völlinn. Við vitum hvernig ástandið er á Höfuðborgarsvæðinu og ekkert sem við ráðum við. Við þurftum á þeim að halda í dag til að rífa okkur upp. Við þurftum á þeim að halda og erum þakklátir fyrir það.“ „Fyrri hálfleikurinn búinn. Nú eru það Ungverjarnir úti í þessum úrslitaleik en Danmörk eftir þrjá daga,“ sagði fyrirliðinn að lokum. Klippa: Viðtal vð Aron Einar eftir sigurinn á Rúmeníu
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum klárlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Rúmeníu í umspili um sæti á EM á Laugardalsvellinum í kvöld. 8. október 2020 20:35