Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Kristján Már Unnarsson skrifar 9. október 2020 06:45 Kim Kielsen í viðtali við Stöð 2 á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í Hörpu í Reykjavík í fyrra. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér: Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands en stjórnarandstaðan hafði lagt fram tillögu um vantraust á Kim vegna svokallaðs grásleppumáls. 14 þingmenn samþykktu frávísunartillöguna, sem Aleqa Hammond, fyrrverandi forsætisráðherra, lagði fram fyrir hönd stjórnarmeirihlutans, en 13 þingmenn greiddu atkvæði gegn henni, samkvæmt frétt Sermitsiaq. Athygli vakti að tveir stjórnarþingmenn Siumut, flokksbræður Kims Kielsens, sátu hjá. Vantrauststillagan sjálf kom því ekki til atkvæða. Kim Kielsen tók á móti Guðna Th. Jóhannessyni í fyrrahaust í heimsókn forseta Íslands til Grænlands. Kim fór þá með Guðna í siglingu um Nuukfjörð.Mynd/Forsetaskrifstofan. Grásleppumálið hefur verið eitt heitasta deilumál grænlenskra stjórnmála eftir að það kom upp í vor. Stjórnvöld ákváðu þá að flytja 204 tonn af óveiddum grásleppukvóta ársins 2019 til ársins 2020. Kim Kielsen átti sjálfur fiskibát sem hann leigði sjómanni til grásleppuveiða. Sjálfstæð lögmannsstofa í Nuuk var fyrst fengin til að rannsaka málið eftir að stjórnarandstaðan krafðist þess að upplýst yrði um þátt Kielsens í ákvörðun um grásleppukvótann en vitað var að hann hefði setið fund um málið. Endurskoðunarnefnd fjallaði einnig um málið og í skýrslu hennar frá 7. september er þáttur Kielsens sagður afar gagnrýnisverður, af því er fram kemur í umfjöllun KNR. Athugasemd: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar var danska orðið „stenbider " ranglega þýtt sem steinbítur en fiskaheitið steinbider er í dönsku notað yfir grásleppu eða hrognkelsi. Danir nota hins vegar orðið „havkat“ um steinbít. Kim Kielsen í sal grænlenska þingsins í Nuuk.Vísir/EPA. Þrír flokkar mynda bandalag um landsstjórn Grænlands, Siumut, Demokraatit og Nunatta Qitornai, og hafa þeir alls 17 þingmenn. Stjórnarandstaða fjögurra flokka er með 14 þingmenn. Kim Kielsen leiddi áður minnihlutastjórn, sem breyttist í meirihlutastjórn í vor, og nánar má lesa um hér:
Grænland Norðurslóðir Danmörk Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent