Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum heyrum við í sóttvarnalækni sem óttast veldisvöxt á útbreiðslu kórónuveirunnar. Ef tíu prósent þjóðarinnar smitist gætu um tvöhundruð manns látist, eða svipað hlutfall íbúa og í Bandaríkjunum.

Þá segir forstjóri Hrafnistuheimilanna brýnt að opna sérstaka Covid-deild fyrir íbúa heimilanna þar sem fleiri smistist nú en í bylgju faraldursins í vor. 

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka styrki til fyrirtækja sem eru neydd til að loka fyrir starfsemi sína þannig að þau geti greitt laun fleiri starfsmanna en fyrri lokunarstyrkir stóðu undir. 

Þá er Icelandair að fækka flugvélum sínum um sextán þessi misserin. Níu af þeim fara til geymslu í eyðimörk í Bandaríkjunum en hinar verða seldar eða rifnar í varahluti. 

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×