Frekari aðgerðir fyrir fyrirtæki og listamenn í undirbúningi Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 9. október 2020 18:58 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Forsætisráðherra segir að frekari stuðningur stjórnvalda við fyrirtæki og listafólk vegna tekjufalls sé nú í undirbúningi. Ríkisstjórnin samþykkti í dag að framlengja og hækka lokunarstyrki til fyrirtækja sem þurft hafa að loka vegna sóttvarnaaðgerða. Fjölmörg fyrirtæki hafa þurft að skella í lás vegna hertra sóttvarnaaðgerða í kórónuveirufaraldrinum undanfarna mánuði, til að mynda líkamsræktarstöðvar, skemmtistaðir og hárgreiðslustofur. Ríkisstjórnin samþykkti í morgun að koma til móts við þessi fyrirtæki og hækka lokunarstyrki frá því í vor, þannig að greiddar verði allt að sex hundruð þúsund krónur með hverjum starfsmanni fyrir hvern mánuð lokunar. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir í samtali við fréttastofu að ríkisstjórnin hafi komið til móts við þá gagnrýni sem hún hafi fengið. „Það er að segja að lokunarstyrkir í vor nýttust fyrst og fremst litlum fyrirtækjum. Við höfum hækkað heildarþakið þannig að þetta mun gagnast líka þeim stærri fyrirtækjum sem núna hefur verið gert að loka,“ segir Katrín. Hún áætlar að heildarkostnaður við þetta gæti orðið orðið á bilinu 3-400 milljónir króna miðað við mánaðarlokun. Þá séu frekar aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum og öðrum í undirbúningi. „Sem snúast um að mæta þeim rekstraraðilum sem orðið hafa fyrir verulegu tekjufalli. Þar hefur ferðaþjónustan auðvitað verið nefnd, þar sem auðvitað mörg fyrirtæki hafa orðið fyrir verulegu tekjufalli. Að þessir aðilar séu styrktir til að geta haldið ákveðinni lágmarksstarfsemi og fólki í vinnu,“ segir Katrín. „Sömuleiðis erum við að undirbúa aðgerðir fyrir tónlistar og sviðslistafólk.“ Aðgerðirnar hafa hingað til almennt miðast við 75 prósent tekjufall. Katrín segir að verið sé að vinna í útfærslum á boðuðum viðbótaraðgerðum og þær muni skýrast síðar í þessum mánuði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Menning Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18 Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04 „Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Þung staða í farsóttarhúsinu og bílum til Covid-flutninga fjölgað Staðan í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg er þung en þar eru nú 56 í einangrun og 32 í sóttkví. 9. október 2020 18:18
Boðar frekari og hærri lokunarstyrki Ríkisstjórnin samþykkti nýja umferð lokunarstyrkja til fyrirtækja sem hafa þurft að stöðva starfsemi sína vegna sóttvarnaaðgerða í dag. Hámarksupphæð styrkjanna verður hækkuð frá því í vor og verða nú greiddar allt að 600.000 krónur með hverjum starfsmanni. 9. október 2020 16:04
„Ekki sama stemningin í samfélaginu að hlíta fyrirmælunum“ Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans, segir að allt eins sé búist við því að þessi þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins sem nú gangi yfir verði stærri en sú fyrsta. 9. október 2020 12:18