Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 21:32 Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Sjá meira