Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. október 2020 18:45 Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Egill Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 87 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Meirihlutinn í sóttkví Af þeim 87 sem greindust með kórónuveiruna innanlands í gær voru 65% þeirra í sóttkví við greiningu en það nokkuð hærra hlutfall en sést hefur síðustu daga. Níu greindust á landamærunum, tveir með virkt smit en sjö bíða mótefnamælingar. 25 eru inniliggjandi á Landspítalanum og þar af eru 3 á gjörgæslu og tveir þeirra í öndunarvél. Sóttvarnalæknir segir að nú sé ekki lengur mestmegnis ungt fólk að veikjast. „Við eru að sjá aukinn fjölda af eldri einstaklingum veikjast og þá förum við að sjá meiri veikindi,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Hann á von á að innlögnum á spítalann fjölgi. Landspítalinn í Fossvogi.Vísir/Vilhelm Ekki vöntun á öndunarvélum Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar á Landspítalanum segir getu spítalans umtalsverða til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldusins. Nægar öndunarvélar séu til. Gjörgæslan sem slík sé ekki takmarkandi þáttur - heldur mannskapurinn. „Þannig við gætum tekið alveg upp í 20 manns á gjörgæslu en það myndi þýða gjörbylting í allri starfsemi spítalans,“ sagði Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Hann segir álagið á heilbrigðiskerfið meira nú en í fyrstu bylgju faraldursins þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni í samfélaginu. „Það sem við erum að sjá hér núna er að auk þess að fá inn covid veika einstaklinga þá erum við að fá inn allt annað. Það eru umferðaslys, vinnuslys og svo náttúrulega tilfallandi veikindi sem dró veruleg úr í vetur. Þannig þetta er allt öðruvísi faraldur eins og við sjáum hann og þess vegna er það þannig að við búumst við því að þetta verði jafnvel stærri kúfur heldur en var áður,“ sagði Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50 87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Útgöngubann hefur ekki komið til skoðunar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir mjög ánægjulegt að 65 prósent þeirra sem greindust smitaðir af kórónuveirunni í gær hafi verið í sóttkví. 10. október 2020 11:50
87 greindust með veiruna í gær 57 þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu. 10. október 2020 11:05