Danir aðeins tapað tveimur leikjum á tæpum fjórum árum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 09:30 Simon Kjær, fyrirliði danska liðsins, var á sínum stað gegn Króatíu á HM og verður það eflaust enn í kvöld. Andrew Surma/Getty Images Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Ísland og Danmörk mætast á Laugardalsvelli í kvöld í Þjóðadeildinni. Bæði lið eru án sigurs en Ísland tapaði naumlega gegn Englandi í síðasta mánuði áður en liðið steinlá í Belgíu. Danmörk tapaði einnig gegn Belgíu en gerði jafntefi við England. Tapið gegn Belgum er eina tap danska liðsins síðan liðið féll úr leik á HM í Rússlandi fyrir tveimur árum. Þá tapaði liðið reyndar í vítaspyrnukeppni gegn Króatíu. Það þarf hins vegar að fara aftur til 10. nóvember 2016 – er Danmörk tapaði 0-1 á heimavelli gegn Svartfjallalandi – til að finna leik sem tapaðist í venjulegum leiktíma. Það má því sannarlega segja að Danir séu á góðu skriði og má svo sannarlega reikna með því að liðið mæti tilbúið í leik kvöldsins. Kasper Hjulmand, þjálfari liðsins, lagði allavega mikla áherslu á það í viðtali við Vísi fyrir leik að hans menn væru svo sannarlega klárir í bátana. Kasper Schmeichel og Pierre-Emile Højbjerg, leikmenn liðsins, tóku í sama streng. Vi glæder os til kampen i morgen.Island-Danmark. Klokken 20.45.#ForDanmark #NationsLeague pic.twitter.com/4AdW56Yv4m— Fodboldlandsholdene (@dbulandshold) October 10, 2020 Frá því að Danir duttu út gegn Króötum á HM léku þeir alls 13 leiki þangað til þeir töpuðu fyrir Belgum. Sjö af þeim lauk reyndar með jafntefli. Þeir gerðu sér þó lítið fyrir og lögðu Sviss á heimavelli í undankeppni Evrópumótsins. Eftir tapið gegn Belgíu gerðu Danir markalaust jafntefli við Englendinga og á miðvikudaginn var unnu þeir sannfærandi 4-0 sigur á Færeyingum. Það má því búast við hörkuleik á Laugardalsvelli í kvöld og nær öruggt er að Danir stilli upp sínu sterkasta byrjunarliði. Kasper Schmeichel [Leicester City] verður í markinu, fyrirliðinn Simon Kjær [AC Milan] í miðri vörninni ásamt Andreas Christensen [Chelsea]. Þá verða þeir Thomas Delaney [Borussia Dortmund], Højbjerg [Tottenham Hotspur] og Christian Eriksen [Inter Milan] að öllum líkindum þrír á miðjunni. Frammi má svo eflaust finna Kasper Dolberg [Nice] eða Andreas Cornelius [Parma, á láni frá Atalanta]. Leikur Íslands og Danmerkur hefst klukkan 18.45 í kvöld í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Upphitun hefst 17.45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16 Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01 Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45 Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Sjá meira
Schmeichel vonar að danska liðið komi í veg fyrir að Ísland nýti styrkleika sína Kasper Schmeichel er spenntur fyrir leik Íslands og Danmerkur annað kvöld. Hann býst við hörkuleik en segir að danska landsliðið sé tilbúið og hungrað í sigur. 10. október 2020 21:16
Þjálfari Dana: Danska liðið verður að spila af krafti og ástríðu til að vinna Ísland Þjálfari danska landsliðsins, segir mikilvægt að leikmenn sínir spili af krafti og jafni ástríðuna sem íslenska liðið býr yfir. Það sé eina leiðin til að landa öllum þremur stigunum í leik liðanna annað kvöld. 10. október 2020 19:01
Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Landsliðsfyrirliðinn segir leikmannahóp Íslands tilbúinn í leik morgundagsins gegn Dönum þó það sé vissulega ekki jafn mikilvægur leikur og leikurinn gegn Rúmeníu á fimmtudaginn var. 10. október 2020 11:45
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti