„Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 11. október 2020 13:15 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir útreikninga Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem hefur fylgst með mætingu þingmanna í nefndarstörf. Eins og Vísir hefur greint frá reiknaði Björn Leví raunmætingu þingmanna í hlutfalli við þá mætingu sem ætlast er til af þeim. Þá tók hann tímann á hversu seint þingmenn hafa mætt samtals á fundi. Þar er Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hvað seinastur. Samkvæmt útreikningum Björns hefur hann samtals mætt 13 klukkustundum og 42 mínútum of seint á nefndarfundi. Ásmundur er þó með mætingu upp á rúmlega 90% samkvæmt útreikningum Björns. Fjármálaráðherra tjáði sig um málið á Twitter-síðu sinni fyrr í dag. Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur.https://t.co/7SqhYfewSB— Bjarni Benediktsson (@Bjarni_Ben) October 11, 2020 „Fín mæting hjá Ása, yfir 90%. Björn Leví hér með einkunnakerfi sem gefur bónusstig fyrir áheyrnarfulltrúa eins og hann sjálfan (stjórnarfl. hafa enga). Þannig getur Björn reiknað sjálfan sig í 163% mætingu. Þetta mál er á milli 180% og 190% þvættingur,“ tísti Bjarni. Í tísti sínu vísar Bjarni til þess að Björn Leví er skráður með yfir 100% mætingu á fundi, ásamt fleiri þingmönnum. Ber þar að nefna Hönnu Katrínu Friðriksson, þingmann Viðreisnar, sem skráð er með 184% mætingu, hæst allra. Björn Leví fór yfir ástæður þessa í viðtali við Vísi. „Stundum fer prósent mætingar yfir 100 prósent. Það er vegna áheyrnarfulltrúa sem mæta á aukafundi sem þeir eru ekki aðalmenn í og mæta þannig á miklu fleiri fundi en þau eiga að mæta á,“ sagði Björn Leví í samtali við Vísi þegar mætingarskráningin var til umfjöllunar. Hér að neðan má sjá umfjöllun Vísis um mætingarbókhald Björns Leví.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira