Rúmlega þúsund sjúklingar eru í eftirliti Covid-19 göngudeildar Landspítalans, eða 1025 og þar af eru 156 börn. Þetta kemur fram í tilkynningu viðbragðsstjórnar og farsóttanefndar Landspítalans.
Nú liggja 26 Covid sjúklingar á Landspítala, einum meira en í gær. Þá eru þrír á gjörgæslu og tveir í öndunarvél eins og í gær.
79 starfsmenn spítalans eru í sóttkví og 26 starfsmenn í einangrun.