Áslaug Arna safnar sögum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. október 2020 22:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur boðað breytingar á lögum um mannanöfn. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum. Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun á morgun mæla fyrir frumvarpi hennar um mannanöfn sem hefur það að markmiði að rýmka þau lög sem gilda um mannanöfn frá núgildandi lögum. Áslaug segist safna sögum frá þeim sem eru ósáttir með núverandi kerfi. Frá þessu greinir Áslaug Arna á Twitter þar sem hún tíundar helstu breytingarnar sem hið nýja frumvarp boðar. „Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna,“ skrifar hún. Á morgun mæli ég fyrir nýju frumvarpi um mannanöfn. Frelsi til að bera það nafn sem þú kýst, að taka upp nýtt ættarnafn og engin hámörk á fjölda nafna. Mannanafnanefnd lögð niður. Ég er að safna sögum frá fólki sem hefur verið ósatt við núverandi kerfi. Endilega sendið á mig 📩— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Þá hvetur hún notendur Twitter sem kunna að vera ósáttir við núverandi kerfi til þess að senda inn sögur sem því tengjast. Mannanafnalög hafa ítrekað komið til álita á Alþingi, síðast í fyrir um ári síðan eftir að Vísir birti viðtal við systurnar Ingibjörgu Sædísi og Eydísi Rán í október í fyrra. Þær ólust upp við mikla fátækt og vanrækslu og höfðu ekki átt í neinum samskiptum við föður sinn í rúman áratug. Þær vilja ekki kenna sig við hann lengur heldur taka upp ættarnafn, en mega það ekki, samkvæmt núgildandi kerfi. Ingibjörg Snædís er ein af þeim sem svarar tísti Áslaugar Örnu þar sem hún vísar í viðtalið á Vísi, og segir Ingibjörg að ráðherranum sé velkomið að nota sögu þeirra systra sem þar kemur fram. „Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!“ svarar Áslaug Arna. Ég hef notað sögu ykkar oft til að útskýra fyrir fólki sem vill engu eða litlu breyta um mikilvægi þessara breytinga fyrir fólk. Takk!— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) October 11, 2020 Mannanafnanefnd verður lögð niður ef frumvarpið nær fram að ganga. Með frumvarpinu verður aukið stórlega það frelsi fólks til að taka upp það nafn sem það kýs. Í frumvarpinu er þó farin ákveðin millileið til að tryggja að nafn verði ekki barni til ama Telji einhver nafn vera barni til ama mun Þjóðskrá Íslands taka við tilkynningum um slík mál og leita álits umboðsmanns barna á því. „Ég tel að réttur fólks til að velja sitt eigið nafn sé ríkari en réttur ríkisins til að hamla. Þetta er mikilvægt skref til að auka frelsi fólks,“ sagði Áslaug Arna í samtali við fréttastofu á dögunum.
Alþingi Mannanöfn Tengdar fréttir Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49 Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Fleiri fréttir Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Sjá meira
Mannanafnanefnd lögð niður í nýju frumvarpi Áslaugar Mannanafnanefnd verður lögð niður ef nýtt frumvarp dómsmálaráðherra verður að lögum. 2. október 2020 14:49
Núgildandi mannanafnalöggjöf feli í sér mannréttindabrot Fyrrverandi formaður mannanafnanefndar, fagnar frumvarpi dómsmálaráðherra sem meðal annars kveður á um að nefndin verði lögð niður. Íslenskufræðingur segir núgildandi lög fela í sér mannréttindabrot. 5. mars 2020 17:30