Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur fengið talsvert mikla gagnrýni í upphafi tímabilsins. getty/Peter Powell Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12). Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12).
Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15
Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35
Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05