Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2020 11:00 Virgil van Dijk hefur fengið talsvert mikla gagnrýni í upphafi tímabilsins. getty/Peter Powell Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12). Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Sol Campbell, fyrrverandi leikmaður Arsenal, Tottenham og fleiri liða, óttast að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, sé orðinn aðeins of ánægður með sjálfan sig. Van Dijk hefur átt nokkuð erfitt uppdráttar í upphafi tímabils, sérstaklega í leiknum gegn Aston Villa um þarsíðustu helgi sem Liverpool tapaði stórt, 7-2. Campbell segir að Van Dijk hafi kannski ekki fengið nógu erfið verkefni og hafi því orðið full kærulaus. „Hann hefur allt sem varnarmaður þarf að hafa og þetta virðist svo auðvelt fyrir hann. Kannski hefur hann ekki fengið nógu stórar áskoranir, verið prófaður nógu mikið,“ sagði Campbell við The Athletic. „Ef þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að framherjar geri þér erfitt fyrir slakarðu aðeins á. Það er mannlegt. Kannski á þetta við um Liverpool-liðið í heild sinni. En ég er viss um að Jürgen Klopp kemur þeim aftur á beinu brautina.“ Campbell ýjar að því að Van Dijk hefði ekki staðið jafn mikið upp úr þegar fleiri góðir miðverðir voru í ensku úrvalsdeildinni og hann gerir nú. „Það hefði verið áhugavert að sjá hvort hann hefði staðið jafn mikið upp úr hefði hann spilað á mínum tíma þegar voru margir frábærir miðverðir að spila: Ég, John Terry, Tony Adams, Martin Keown, Jamie Carragher, Kolo Toure, Jaap Stam,“ sagði Campbell hógvær að vanda. Næsti leikur Liverpool er gegn grönnunum í Everton í hádeginu næsta laugardag. Liverpool er með níu stig í ensku úrvalsdeildinni en Everton með fullt hús stiga (12).
Enski boltinn Tengdar fréttir Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15 Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35 Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05 Mest lesið „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Sjá meira
Keïta með kórónuveiruna Naby Keïta, miðjumaður Englandsmeistara Liverpool, hefur greinst með kórónuveiruna. Er hann þriðji leikmaður liðsins á skömmum tíma sem greinist. 11. október 2020 15:15
Man United og Liverpool sögð á bak við róttæka endurskipulagningu enska boltans Mun landslag enskrar knattspyrnu taka stakkaskiptum á komandi misserum? 11. október 2020 12:35
Úrvalsdeildarfélög munu rukka fyrir leiki sem ekki verða sýndir í beinni útsendingu Mikil óánægja ríkir nú meðal stuðningsfólks liða í ensku úrvalsdeildinni. Forráðamenn deildarinnar hafa tekið upp á að rukka stuðningsmenn aukalega svo þeir geti séð lið sín spila. 11. október 2020 11:05