Kim grét, baðst afsökunar og sýndi ný vopn Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2020 12:03 Kim Jong Un bað þegna sína afsökunar á þeim harðindum sem þeir hafa gengið í gegnum. EPA/KCNA Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Hann sagðist ekki hafa staðið undir því trausti sem honum hafi verið veitt og sagði að honum þætti það leitt. Þetta sagði einræðisherrann í ræðu sem hann hélt um helgina til að marka 75 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Sérfræðingar segja ræðuna til marks um að einræðisstjórn Kim sé undir þrýstingi, samkvæmt frétt Guardian. Í ræðu sinni sendi Kim blendin skilaboð til nágranna sinna í suðri og umheimsins. Einræðisherrann hét því að halda þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna áfram og stærði sig af þeirri nútímavæðingu sem herafli Norður-Kóreu hafi fengið. Hermenn Norður-Kóreu í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Í kjölfar ræðunnar var haldinn skrúðganga þar sem ný vopn og búnaður hermanna voru til sýnis auk nýrrar gerðar langdrægrar eldflaugar. Sérfræðingar segja að gífurlega stór hluti gjaldeyris Norður-Kóreu hafi farið í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga á undanförnum árum. Markmið viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu er að miklu leyti ætlað að draga úr aðgangi Kim og ríkisstjórnar hans að peningum og svelta þannig kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aðgerðirnar hafa þó komið verulega niður á íbúum Norður-Kóreu og hagkerfi. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur einnig gert það en tekjur ríkisins vegna ferðamanna frá Kína hefur dregist verulega saman hans vegna. Þar að auki hafa náttúruhamfarir eins og fellibyljir komið verulega niður á landbúnaðargetu landsins. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu fundaði um ræðu Kim og lýsti yfir áhyggjum af nýju eldflauginni sem var sýnd í skrúðgöngunni. Eins og bent er á í frétt Yonhap fréttaveitunnar, þá er raunveruleg geta kjarnorkuvopna og eldflauga Norður-Kóreu óljós. Ríkið hefur áður sýnt nýjar eldflaugar sem ekkert hefur orðið úr og ósamræmi er í öðrum yfirlýsingum frá Norður-Kóreu. Forsvarsmenn ríkisins segjast til að mynda hafa uppgötvað hvernig minnka á kjarnorkuvopn svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldflaugum. Það er þó ekki nóg að minnka vopnin heldur þurfa þau einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Embættismenn í Suður-Kóreu segja það þó jákvætt að Kim hafi í ræðu sinni heitið því að nota kjarnorkuvopn eingöngu í varnarskyni. Margar gerðir eldflauga voru sýndar í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Áhyggjur af eldflaugum Það sem vakti einnig áhyggjur meðal ráðamanna í Suður-Kóreu voru þær fjölmörgu skammdrægu eldflaugar sem voru til sýnis í skrúðgöngunni. Þær væri hægt að nota til að gera árásir á skotmörk í Suður-Kóreu og án nokkurs fyrirvara. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters ræddu við segja ljóst að langdrægu eldflaugunum hafi verið ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Þeim skammdrægu var þó ætlað að senda skilaboð til Seoul. Norður-Kórea hafi haldið þróun þeirra eldflauga áfram, samhliða þróun langdrægra eldflauga. Undanfarið ár virðist sem sérstök áhersla hafi verið lögð á þróun skammdrægra eldflauga og hafi fjölmargar tilraunir verið gerðar. „Norður-Kórea sýndi hvernig ríkið hefur lagt áherslu á þróun vopna til að ráðast á Suður-Kóreu á meðan okkar fólk hefur lagt alla áherslu á friðarviðræður,“ sagði Chun Yung Woo, fyrrverandi samningamaður Suður-Kóreu. Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, táraðist og baðst hann afsökunar á þeim harðindum sem þegnar hans hafa þurft að ganga í gegnum að undanförnu. Hann sagðist ekki hafa staðið undir því trausti sem honum hafi verið veitt og sagði að honum þætti það leitt. Þetta sagði einræðisherrann í ræðu sem hann hélt um helgina til að marka 75 ára afmæli Verkamannaflokks Norður-Kóreu. Sérfræðingar segja ræðuna til marks um að einræðisstjórn Kim sé undir þrýstingi, samkvæmt frétt Guardian. Í ræðu sinni sendi Kim blendin skilaboð til nágranna sinna í suðri og umheimsins. Einræðisherrann hét því að halda þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna áfram og stærði sig af þeirri nútímavæðingu sem herafli Norður-Kóreu hafi fengið. Hermenn Norður-Kóreu í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Í kjölfar ræðunnar var haldinn skrúðganga þar sem ný vopn og búnaður hermanna voru til sýnis auk nýrrar gerðar langdrægrar eldflaugar. Sérfræðingar segja að gífurlega stór hluti gjaldeyris Norður-Kóreu hafi farið í þróun kjarnorkuvopna og eldflauga á undanförnum árum. Markmið viðskiptaþvingana Sameinuðu þjóðanna gegn Norður-Kóreu er að miklu leyti ætlað að draga úr aðgangi Kim og ríkisstjórnar hans að peningum og svelta þannig kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins. Aðgerðirnar hafa þó komið verulega niður á íbúum Norður-Kóreu og hagkerfi. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur einnig gert það en tekjur ríkisins vegna ferðamanna frá Kína hefur dregist verulega saman hans vegna. Þar að auki hafa náttúruhamfarir eins og fellibyljir komið verulega niður á landbúnaðargetu landsins. Þjóðaröryggisráð Suður-Kóreu fundaði um ræðu Kim og lýsti yfir áhyggjum af nýju eldflauginni sem var sýnd í skrúðgöngunni. Eins og bent er á í frétt Yonhap fréttaveitunnar, þá er raunveruleg geta kjarnorkuvopna og eldflauga Norður-Kóreu óljós. Ríkið hefur áður sýnt nýjar eldflaugar sem ekkert hefur orðið úr og ósamræmi er í öðrum yfirlýsingum frá Norður-Kóreu. Forsvarsmenn ríkisins segjast til að mynda hafa uppgötvað hvernig minnka á kjarnorkuvopn svo hægt sé að koma þeim fyrir í langdrægum eldflaugum. Það er þó ekki nóg að minnka vopnin heldur þurfa þau einnig að þola gífurlega mikinn þrýsting, hita og titring sem myndi myndast við endurkomu vopnsins inn í gufuhvolf jarðarinnar. Embættismenn í Suður-Kóreu segja það þó jákvætt að Kim hafi í ræðu sinni heitið því að nota kjarnorkuvopn eingöngu í varnarskyni. Margar gerðir eldflauga voru sýndar í skrúðgöngunni.EPA/KCNA Áhyggjur af eldflaugum Það sem vakti einnig áhyggjur meðal ráðamanna í Suður-Kóreu voru þær fjölmörgu skammdrægu eldflaugar sem voru til sýnis í skrúðgöngunni. Þær væri hægt að nota til að gera árásir á skotmörk í Suður-Kóreu og án nokkurs fyrirvara. Sérfræðingar sem blaðamenn Reuters ræddu við segja ljóst að langdrægu eldflaugunum hafi verið ætlað að senda skilaboð til Bandaríkjanna. Þeim skammdrægu var þó ætlað að senda skilaboð til Seoul. Norður-Kórea hafi haldið þróun þeirra eldflauga áfram, samhliða þróun langdrægra eldflauga. Undanfarið ár virðist sem sérstök áhersla hafi verið lögð á þróun skammdrægra eldflauga og hafi fjölmargar tilraunir verið gerðar. „Norður-Kórea sýndi hvernig ríkið hefur lagt áherslu á þróun vopna til að ráðast á Suður-Kóreu á meðan okkar fólk hefur lagt alla áherslu á friðarviðræður,“ sagði Chun Yung Woo, fyrrverandi samningamaður Suður-Kóreu.
Norður-Kórea Suður-Kórea Bandaríkin Tengdar fréttir Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25 Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40 Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59 Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54 Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00 Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Fyrsta hersýningin í Norður-Kóreu í tvö ár Langdræg flugskeyti voru meðal þeirra vopna sem sýnd voru á hersýningu í Norður-Kóreu sem haldin var í nótt, aðfaranótt laugardags, til að fagna því að 75 ár eru liðin frá því að verkamannaflokkur Norður-Kóreu var stofnaður. 10. október 2020 14:25
Kim Jong Un sendi Donald Trump „ástarbréf“ Í leynilegu bréfi sem Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, sendi Donald Trump Bandaríkjaforseta í desember 2018 líkir hann sambandi þeirra félaga við blómstrandi Hollywood-ástarsamband. 1. október 2020 18:40
Hertar aðgerðir í Norður-Kóreu vekja áhyggjur um faraldur Einræðisstjórn Norður-Kóreu hefur sett þúsundir íbúa í sóttkví og flutt matvæli til borgar sem hefur verið lokað vegna áhyggja af útbreiðslu Covid-19 þar. 6. ágúst 2020 10:59
Engin áform um að ræða við Washington Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. 4. júlí 2020 15:54
Systir Kim skipar sér stærri sess Kim Yo Jong, systir Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðist vera að skipa sér stærri sess í ríkisstjórn landsins. Hún hefur tekið yfir stjórn á samskiptum ríkisins við Suður-Kóreu og hefur mikil harka færst í leikana. 10. júní 2020 12:00
Skutu þremur eldflaugum á loft Her Norður-Kóreu skaut í nótt þremur skammdrægum eldflaugum á loft. 9. mars 2020 02:46