Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Í kvöldfréttum okkar klukkan 18:30 segjum við frá því að sóttvarnalæknir segir það ekki eiga við rök að styðjast að fleiri börn hafi sýkst af kórónuveirunni en áður. Ekki sé þörf á harðaði aðgerðum í leik- og grunnskólum. Hann varar við hugmyndum um að slaka almennt á aðgerðum.

Þá ræðum við við Kára Stefánsson forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar en kórónuveirusmit hafa smám saman verið að færa sig úr samfélaginu og inn á heimilin samkvæmt gögnum fyrirtækisins.

Við ræðum við forstjóra Hrafnistuheimilanna en þrír íbúar á Ísafold, sem er hjúkrunarheimili Hrafnistu í Garðabænum, eru smitaðir af kórónuveirunni.

Við segjum frá því að heróín er farið að ryðja sér til rúms hér á landi og minna framboð er af lyfseðilsskyldum lyfjum eftir að flug lagðist nánast af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×