Kveið því að fara í skólann og fékk fallegt bréf frá Klopp Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. október 2020 09:30 Jürgen Klopp sendi ungum stuðningsmanni Liverpool fallegt bréf. getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, sendi ungum stuðningsmanni liðsins bréf þar sem hann stappaði í hann stálinu. Í sumar sendi hinn ellefu ára Lewis Balfe Klopp bréf þar sem hann sagðist kvíða fyrir því að fara í skólann. Klopp svaraði stráknum á dögunum. „Halló Lewis, má ég byrja á að segja þér leyndarmál. Ég verð stressaður. Til að vera hreinskilinn hefði ég áhyggjur ef ég yrði ekki stressaður því það gefur mér tækifæri til að nýta þá orku í eitthvað jákvætt. Ég veit að það kann að vera skrítið að heyra að stjóra Liverpool líði eins og þér en svoleiðis er það,“ skrifaði Klopp í bréfinu til Balfes. „Af bréfinu að dæma ertu mjög hugsandi og umhyggjusamur og þegar þú býrð yfir þeim eiginleikum er erfitt að vera ekki stressaður. Þú spurðir mig hvað ég gerði þegar leikmönnunum líður svona og svarið er einfalt. Ég minni þá á hversu mikilvægir þeir eru mér og hversu mikla trú ég hef á þeim. Ég efa það ekki að það er svipað hjá þér og fjölskyldu þinni. Þú þarft ekki að hafa áhyggjur af því að slæmir hlutir gerist. Ég hef tapað þónokkrum úrslitaleikjum, það er ekki skemmtileg tilfinning en með hjálp fjölskyldu og vina held ég áfram og á endanum kemur eitthvað gott út úr því.“ Klopp hvatti Balfe til að vera jákvæður og sagðist vera viss um að hann ætti bjarta framtíð fyrir höndum. „Og ekki gleyma að þú ert hluti af Liverpool fjölskyldunni og það þýðir að það eru milljónir manna alveg eins og þú sem vilja að þú verðir eins hamingjusamur og mögulegt er. Stuðningur þinn skiptir mig og alla hjá Liverpool miklu máli og vonandi sýnir þetta bréf að við styðjum þig líka. Þú gengur aldrei einsamall,“ skrifaði Klopp. Bréfið í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. A young boy wrote to Jurgen Klopp because he was feeling nervous about starting school...Klopp sent back a truly brilliant letter @balfe_mils pic.twitter.com/P2Bpl3sljA— Goal (@goal) October 12, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15 Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01 Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00 Mest lesið Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Fótbolti Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Arsenal að stela Eze frá Tottenham Enski boltinn Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Enski boltinn Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Sjá meira
Michael Oliver dæmir Bítlaborgarslaginn Enska úrvalsdeildin hefur gefið út hvaða dómarar verða með flauturnar, með flöggin og í VARherberginu í fimmtu umferðinni. 12. október 2020 22:15
Valdataka eða björgunaraðgerð? Umdeild tillaga frá Man. Utd og Liverpool Það lítur út fyrir að ætli liðin í neðri deildunum að fá aðstoð frá ensku úrvalsdeildinni þá þurfi þau að færa stærstu og ríkustu klúbbunum enn meiri völd. Þetta er að marga mati inntakið í „Project Big Picture“ tillögunni. 12. október 2020 12:01
Spyr hvort Van Dijk sé of ánægður með sjálfan sig Sol Campbell segir að Virgil van Dijk, varnarmaður Liverpool, hafi orðið full kærulaus og það kannski skiljanlega. 12. október 2020 11:00