Handboltinn á Íslandi ætlar að gefa sér út júnímánuð til að klára tímabilið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2020 15:00 Verðlaunaafhendingar eru líka óvenjulegar á COVID-19 tímum eins og sjá má hér þegar Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, sækir sjálf bikarinn eftir sigur í Meistarakeppni HSÍ í haust. Vísir/Halldór Ingi Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Seinni bylgjan ræddi í gær við framkvæmdastjóra Handknattleikssambands Íslands um það hvort að kórónuveirufaraldurinn ógnaði öðru Íslandsmótinu í röð en HSÍ frestaði á dögunum öllum leikjum í tvær vikur. Seinni bylgjan var með þátt í gær þrátt fyrir að engir handboltaleikir fari fram þessa dagana en þar notaði Henry Birgir Gunnarsson tækifærið til að forvitnast meira um stöðuna á Íslandsmótinu handbolta nú þegar Ísland er að berjast við þriðju bylgjuna af COVID-19. Handknattleikssamband Íslands ákvað 7. október síðastliðinn að fresta öllum leikjum í tvær vikur vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar. Ákvörðunin kom í framhaldi á tilmælum sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi en staðan verður síðan endurmetin að þeim tíma liðnum. Handboltinn þurfti eins og körfuboltinn að aflýsa úrslitakeppnum sínum síðasta vor vegna umrædds kórónuveirufaraldar og þess vegna voru engir Íslandsmeistarar krýndir árið 2020. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, hitti Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóra HSÍ og forvitnaðist um hver staðan væri á Íslandsmótunum vegna þessarar þriðju bylgju af COVID-19. HSÍ er auðvitað farið að horfa á veturinn í heild sinni út frá þessu óvænta hléi en hver er lokadagurinn til að ná að klára Íslandsmótið næsta vor? „Við erum búin að gefa það út til hreyfingarinnar að við ætlum að gefa okkur alla vegna út júní. Ef við lendum í þessu aftur eftir áramót eða þegar líður á vorið þá munum við gefa okkur tíma. Við horfum á lok júní,“ sagði Róbert Geir Gíslason. Eru félögin og leikmenn sátt með það? „Þau viðbrögð sem við fengum þegar við kynntum þetta voru bara góð. Ég held að það séu allir tilbúnir að leggja á sig það sem þarf til að klára tímabilið. Við erum bara rétt að byrja og það er langt í að við þurfum að hafa áhyggjur af þessu,“ sagði Róbert Geir en bætti við: „Það vill enginn þurfa að enda annað tímabil í röð án þess að geta lokið því.“ Það má sjá spjall Róberts og Henrys Birgis hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Staðan á Íslandsmótinu í handbolta næsta vor
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Seinni bylgjan Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni