Segja Rússa hafa gert tölvuárás á norska þingið Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2020 15:56 Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, opinberaði aðkomu Rússlands á blaðamannafundi í dag og sagði mikilvægt að draga ráðamenn þar til ábyrgðar. EPA/ADAM BERRY Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi. Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Yfirvöld í Noregi hafa komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi gert árás á tölvukerfi norska þingsins í sumar. Ine Eriksen Søreide, utanríkisráðherra Noregs, tilkynnti þessa niðurstöðu í dag og sagði að málið væri mjög alvarlegt. Það væri þó enn til rannsóknar og lögreglan segist ekki vilja tjá sig um rannsóknina að svo stöddu, samkvæmt frétt NRK. Søreide sagði að þó rannsóknin standi enn yfir búi ríkisstjórnin yfir upplýsingum sem vísi til Rússlands. Hún sagði einnig að það væri mikilvægt að draga Rússa til ábyrgðar vegna árásarinnar. Umrædd árás var gerð þann 24. ágúst og öðluðust tölvuþrjótar aðgang að tölvupóstum einhverra þingmanna og starfsmanna þingsins. Árásin var þó stöðvuð fljótt. Ríkisstjórn Noregs hefur unnið að því að auka öryggi opinberra tölvukerfa og hefur sömuleiðis ráðlagt forsvarsmönnum fyrirtækja að fylgja ráðleggingum Netvarna norska ríkisins. Sérfræðingur sem NRK ræddi við segir þingið með gott öryggiskerfi en þrátt fyrir það sé það myndarlegt skotmark fyrir tölvuþrjóta. Árásin á þingið virðist hafa verið gerð í kjölfar þess að Norðmenn vísuðu rússneskum erindreka úr landi vegna njósna. Sá var viðstaddur þegar norskur maður var handtekinn við að reyna að afhenda honum leynileg gögn. Nokkrum dögum síðar vísuðu Rússar svo háttsettum erindreka frá Noregi úr landi.
Noregur Rússland Tengdar fréttir Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55 Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28 Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32 Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11 Mest lesið Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Tölvuárás gerð á norska þingið Umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á norska þingið þar sem tölvupóstsreikningar fjölda þingmanna hafa verið hakkaðir. 1. september 2020 13:55
Rússar hefna sín á Norðmönnum Yfirvöld í Rússlandi hafa gera háttsettum erindreka frá Noregi að yfirgefa landið og hafa gefið honum þrjá daga. Um hefndaraðgerð er að ræða þar sem Norðmenn sendu rússneskan erindreka úr landi í síðustu viku fyrir njósnir. 28. ágúst 2020 10:28
Vísa rússneskum erindreka úr landi vegna njósna Utanríkisráðuneyti Noregs hefur ákveðið að vísa rússneskum erindreka úr landi. Sá hafði átt fundi með norskum manni sem handtekinn var um helgina og er grunaður um njósnir. 19. ágúst 2020 11:32
Norðmaður handtekinn fyrir njósnir Norska öryggislögreglan (PST) hefur handtekið mann sem sakaður er um njósnir fyrir annað ríki. Hann var handtekinn á laugardaginn og er sakaður um að hafa fært útsendurum leynilegar upplýsingar sem gætu skaðað þjóðarhagsmuni Noregs. 17. ágúst 2020 10:11