Segir marga leikmenn sína hafa spilað á Englandi og því ætti veðrið ekki að hafa áhrif Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. október 2020 19:30 Roberto Martínez hefur stýrt belgíska landsliðinu frá 2016 með frábærum árangri. stöð 2 sport Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, reiknar ekki með auðveldum leik gegn Íslandi er liðin mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Hann segir sitt lið klárt í bátana eftir slæm úrslit gegn Englendingum í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Neðst í fréttinni má sjá viðtal Vísis við Martinez. „Það var mjög súr stemning í leikmannahópnum eftir tapið gegn Englandi svo það má búast við liði sem vill bæta upp fyrir það. Það er stutt síðan liðin mættust síðast svo við vitum hvað Ísland vill gera og þeir vita hvað við viljum gera. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur og við þurfum að vera tilbúnir í það, þurfum að spila okkar leik eins vel og við mögulega getum,“ sagði Martinez við Vísi í dag. Aðspurður hvort við myndum sjá Belgíu reyna nýta sér það að íslenska liðið væri vængbrotið þá benti Martinez góðfúslega á að Belgarnir væru líka án lykilmanna á borð við markvörðinn Thibaut Courtois [Real Madrid], Kevin de Bruyne [Manchester City], Eden Hazard [Real Madrid], Thorgan Hazard [Borussia Dortmund] og Dries Mertens [Napoli]. hvernig hefurðu það, Ísland? pic.twitter.com/F8DBM5ILBy— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) October 13, 2020 „Að vera án leikmanna er hluti af fótbolta í dag. Við erum með fimm lykilmenn fjarverandi. Öll landslið eru í sömu aðstæðum. Við erum að spila þrjá leiki með stuttu millibili. Ísland stóð sig frábærlega í leiknum gegn Rúmeníu og er nú komið í leik sem getur gefið þeim sæti á EM. Leikurinn á móti Dönum var mjög jafn í fyrri hálfleik eins og þú býst við þegar íslenska landsliðið spilar svo þetta verður erfiður leikur. Við reiknum ekki með að fá neitt gefins frá öflugu íslensku liði sem heldur stöðu mjög vel og við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá það sem við viljum út úr leiknum,“ sagði Martinez jafnframt. „Leikmenn okkar eru reynslumiklir og sumir þeirra spila eða hafa spilað í Englandi svo ég tel ekki að kuldinn muni hafa nein áhrif á þá,“ sagði Martinez og glotti við tönn áður en hann hélt áfram. „Ég held að þetta snúist meira um ferðalögin, við höfum stuttan tíma til að jafna okkur eftir leiki og verðum að gera það vel. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við spilum þrjá leiki í sama landsleikjahléinu. Svo það hefur eflaust meiri áhrif heldur en veðrið eða þá þær aðstæður sem við lifum við núna.“ Martinez telur ekki að smit starfsliðs Íslands muni hafa nein áhrif á leik morgundagsins þó hann vorkenni þjálfarateyminu þar sem þeir geta ekki verið á hliðarlínunni. Það eru ekki margir landsleikir á ári og leiðinlegt að missa úr leik. Þá taldi hann engar líkur að leiknum yrði frestað. Klippa: Viðtal við þjálfara Belgíu Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45. Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Roberto Martinez, þjálfari belgíska landsliðsins í fótbolta, reiknar ekki með auðveldum leik gegn Íslandi er liðin mætast á Laugardalsvelli annað kvöld. Hann segir sitt lið klárt í bátana eftir slæm úrslit gegn Englendingum í síðustu umferð Þjóðadeildarinnar. Neðst í fréttinni má sjá viðtal Vísis við Martinez. „Það var mjög súr stemning í leikmannahópnum eftir tapið gegn Englandi svo það má búast við liði sem vill bæta upp fyrir það. Það er stutt síðan liðin mættust síðast svo við vitum hvað Ísland vill gera og þeir vita hvað við viljum gera. Við vitum að þetta verður mjög erfiður leikur og við þurfum að vera tilbúnir í það, þurfum að spila okkar leik eins vel og við mögulega getum,“ sagði Martinez við Vísi í dag. Aðspurður hvort við myndum sjá Belgíu reyna nýta sér það að íslenska liðið væri vængbrotið þá benti Martinez góðfúslega á að Belgarnir væru líka án lykilmanna á borð við markvörðinn Thibaut Courtois [Real Madrid], Kevin de Bruyne [Manchester City], Eden Hazard [Real Madrid], Thorgan Hazard [Borussia Dortmund] og Dries Mertens [Napoli]. hvernig hefurðu það, Ísland? pic.twitter.com/F8DBM5ILBy— Belgian Red Devils (@BelRedDevils) October 13, 2020 „Að vera án leikmanna er hluti af fótbolta í dag. Við erum með fimm lykilmenn fjarverandi. Öll landslið eru í sömu aðstæðum. Við erum að spila þrjá leiki með stuttu millibili. Ísland stóð sig frábærlega í leiknum gegn Rúmeníu og er nú komið í leik sem getur gefið þeim sæti á EM. Leikurinn á móti Dönum var mjög jafn í fyrri hálfleik eins og þú býst við þegar íslenska landsliðið spilar svo þetta verður erfiður leikur. Við reiknum ekki með að fá neitt gefins frá öflugu íslensku liði sem heldur stöðu mjög vel og við þurfum að vera upp á okkar besta til að fá það sem við viljum út úr leiknum,“ sagði Martinez jafnframt. „Leikmenn okkar eru reynslumiklir og sumir þeirra spila eða hafa spilað í Englandi svo ég tel ekki að kuldinn muni hafa nein áhrif á þá,“ sagði Martinez og glotti við tönn áður en hann hélt áfram. „Ég held að þetta snúist meira um ferðalögin, við höfum stuttan tíma til að jafna okkur eftir leiki og verðum að gera það vel. Ég held að þetta sé í fyrsta skipti sem við spilum þrjá leiki í sama landsleikjahléinu. Svo það hefur eflaust meiri áhrif heldur en veðrið eða þá þær aðstæður sem við lifum við núna.“ Martinez telur ekki að smit starfsliðs Íslands muni hafa nein áhrif á leik morgundagsins þó hann vorkenni þjálfarateyminu þar sem þeir geta ekki verið á hliðarlínunni. Það eru ekki margir landsleikir á ári og leiðinlegt að missa úr leik. Þá taldi hann engar líkur að leiknum yrði frestað. Klippa: Viðtal við þjálfara Belgíu Leikur Íslands og Belgíu hefst klukkan 18:45 á morgun og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Útsending hefst klukkan 17:45.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31 Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16 Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47 Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Enski boltinn „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu Sjá meira
Fleiri auð pláss á bekknum gegn Belgum: „Erum með nægan mannskap“ Allt starfsliðið í kringum íslenska landsliðið í fótbolta er komið í sóttkví og fleiri auð pláss verða á varamannabekk liðsins gegn Belgíu annað kvöld. 13. október 2020 16:31
Þorgrímur smitaður og allt starfsliðið í sóttkví Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur og hluti af starfsliði íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur verið greindur með Covid-19 smit. 13. október 2020 15:16
Hamrén og allt starfslið landsliðsins í sóttkví Starfslið íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er komið í sóttkví. 13. október 2020 14:31
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Belgíu Erik Hamrén og Birkir Bjarnason sátu fyrir svörum á blaðamannafundi KSÍ fyrir leikinn gegn Belgíu í Þjóðadeildinni. 13. október 2020 10:47
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti