Innlent

Skrifuðu undir kjarasamning fyrir starfsmenn Norðuráls

Kjartan Kjartansson skrifar
Mynd frá samningaborðinu sem Vilhjálmur birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Mynd frá samningaborðinu sem Vilhjálmur birti á Facebook-síðu sinni í kvöld. Vilhjálmur Birgisson

Fulltrúar Verkalýðsfélags Akraness og Norðuráls skrifuðu undir nýjan kjarasamning í kvöld. Viðræður höfðu staðið yfir í tíu mánuði og gildi samningurinn afturvirkt til ársbyrjunar.

Með nýja samningnum munu laun vaktavinnumanns á byrjandataxta hækka um 43.000 krónur á mánuði og nema 686.000 krónum á mánuði, að því er segir í Facebook-færslu Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðsfélags Akraness. Heildarlaun vaktavinnumanns á tíu ára launataxta hækki um 52.000 krónur á mánuði og verði 825.000 krónur.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. Janúar og eiga vaktamenn rétt á greiðslu sem nemur um 6,9% af heildarlaunum frá þeim tíma. Vilhjálmur fullyrðir að í sumum tilfellum geti greiðslan numið um 500.000 krónum hjá vaktamönnum. Hann boðar frekari upplýsingar um samninginn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×