253 umsagnir Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar 14. október 2020 08:00 ...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Fæðingarorlof Börn og uppeldi Mest lesið Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Vandað verklag við aðhald í ríkisrekstri Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
...voru gerðar við drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestar umsagnirnar komu frá konum sem lýstu yfir óánægju með þá tillögu um að skipta orlofinu jafnt á milli foreldra. Nokkrar umsagnir bárust frá samtökum, stéttarfélögum og körlum en aðeins tvær jákvæðar umsagnir bárust frá körlum. Tillögurnar ganga út á að lengja orlofið úr samtals 10 mánuðum í 12 mánuði, þar sem hvort foreldri um sig fær 6 mánuði og einn mánuður er framseljanlegur til hins foreldrisins. Augljóst markmið þeirra sem stóðu á bakvið frumvarpið er að auka jafnrétti kynjanna. Jafn réttur gerir feðrum kleift að vera lengur heima með börnum sínum og mæðrum að fara fyrr út á vinnumarkaðinn. Þannig jafnast þátttaka kynjanna á vinnumarkaði og á heimilinu en ótal rannsóknir hafa sýnt fram á ávinning barna af því að feður taki meiri þátt í uppeldinu. Markmiðið er metnaðarfullt og hugsunin góð. En mun jafn réttur fólks stuðla að jafnrétti? Sá galli er á frumvarpinu að það nær ekki utan um mismunandi aðstæður fólks. Það mun hafa úrslitaáhrif á það hvernig framkvæmdin mun koma út í reynd. Umsögn Ljósmæðrafélags Íslands Fæðingarorlof er áunninn réttur foreldra á vinnumarkaði til orlofs frá vinnu. Annað gildir um fæðingarstyrk sem veitist hverjum þeim sem er utan vinnumarkaðar og/eða í námi. Ljósmæðrafélag Íslands skilaði inn umsögn við frumvarpið og viðrar þar skoðun sína um að réttur til fæðingarorlofs og fæðingarstyrks ætti í raun fyrst og fremst að vera réttur barnsins til samvista við foreldra en ekki öfugt. Félagið hefur einnig áhyggjur af því að sú tekjurýrnun sem fylgir fæðingarorlofi muni hafa í för með sér að tekjuhærra foreldrið, sem oftar er faðirinn, muni ekki sjá sér fært að nýta orlofið að fullu. Fyrri aðgerðir stjórnvalda hafa miðað að því að hækka hámarksgreiðslur til foreldra í því skyni að auka möguleika þeirra, ekki síst feðra, til að fullnýta rétt sinn innan kerfisins. Telur Ljósmæðrafélagið að ef hámarksgreiðslur eru ekki hækkaðar enn frekar samhliða fyrirhuguðum aðgerðum er ennþá hætta á að tekjuhærra foreldrið fullnýti ekki sinn hluta orlofsins. Það verður til þess að barnið fer fyrr í dagvistun og/eða foreldrið sem er lægra launað, sem oftar er móðir barnsins, ákveður að dreifa orlofinu á fleiri mánuði með tilheyrandi tekjuskerðingu. Að auki hvetja Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Embætti landlæknis mæður til brjóstagjafar fyrsta árið og til allt að tveggja ára aldurs. Þrátt fyrir ávinning brjóstagjafar getur verið mikið álag sem fylgir því að vera með barn á brjósti sem samræmist illa fullri vinnu. Konur með börn á brjósti eru því líklegar til að vilja dreifa orlofinu eða fara í hlutastarf eftir að orlofi þeirra lýkur. Það hefur áhrif á ráðstöfunartekjur þeirra og síðar lífeyrisgreiðslur. Þannig er veruleg hætta á að markmiðið um að lengja samvist barna við báða foreldra sína, sem og markmiðið um að jafna launamun kynjanna misheppnist. Meðgönguorlof Ljósmæðrafélagið nefnir einnig að æskilegt væri ef fæðingarorlof móður myndi hefjast við 36 vikna meðgöngu svo konur geti hvílt sig og undirbúið sig án þess að ganga á annan rétt sinn. Þannig er það víða í löndum í kringum okkur og konur sem sinna ákveðnum störfum byrja ennþá fyrr í orlofi. Því leggur Ljósmæðrafélagið til að konur geti hætt að vinna undir lok meðgöngu og þegið meðgönguorlofsbætur án þess að gengið sé á veikinda- og fæðingarorlofsrétt þeirra. Meðgönguorlofsbætur þessar verði aðskildar þeim 6 mánuðum sem mæður fá eftir fæðingu barnsins. 6+6 (≥2) Ljósmæðrafélagið leggur til að hvort foreldri fyrir sig hljóti 6 mánaða sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs. Foreldrum sé hins vegar gefinn kostur á að framselja að minnsta kosti tvo mánuði til hins foreldrisins. Félagið telur að sé rétturinn til fæðingarorlofs ánafnaður hvoru foreldri fyrir sig séu minni líkur á að annað foreldrið framselji eins mikið af réttinum til hins foreldrisins og ef rétturinn er að hluta til sameiginlegur. Ljósmæðrafélagið telur einnig að í sérstökum tilvikum skuli vera gefinn kostur á að framselja allan réttinn til fæðingarorlofs til hins foreldrisins með sérstakri umsókn til Fæðingarorlofssjóðs, til að mynda þegar einungis annað foreldrið er þátttakandi í uppeldi barnsins eða getur sinnt barninu. Með þessum áherslum er hægt að skapa umhverfi sem gerir fólki kleift að vera heima með börn sín án þess að sníða fólki þröngan ramma um hvernig það skuli vera gert. Fjöldi umsagna gefur til kynna að þrátt fyrir heildarlengingu orlofsins sé útfærslan óvinsæl. Höfundur er varaformaður Ljósmæðrafélags Íslands. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun