6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2020 10:31 Cristiano Ronaldo hjálpar Lionel Messi á fætur þegar þeir mættust með Real Madrid og Barcelona í desember 2017. Getty/Victor Carretero Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við þá skemmtilegu staðreynd að þeir Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast óvenju snemma í Meistaradeildinni í ár. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa keppt um flesta titla og viðurkenningar í fótboltanum undanfarin tólf ár en á næstunni upplifa þeir þó það sem þeir hafa aldrei gert áður. Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu nefnilega mætast í Meistaradeildinni í fyrsta sinn fyrir áramót því lið þeirra lentu saman í riðli að þessu sinni. Exactly two weeks to go until El Clasico Ronaldo vs Messi is just four days later pic.twitter.com/iwG275SJ1y— Goal (@goal) October 10, 2020 Lionel Messi og Cristiano Ronaldo spiluðu lengst með spænsku félögunum Barcelona og Real Madrid en lið frá sama landi geta ekki lent saman í riðli. Messi er enn hjá Barcelona en Cristiano Ronaldo er kominn til ítalska félagsins Juventus. Barcelona og Juventus eru í saman í G-riðli með liðum Dynamo Kiev frá Úkraínu og Ferencváros frá Ungverjalandi. Fyrri innbyrðis leikur liðanna verður á heimavelli Juventus 28. októtber en sá síðari á heimavelli Barcelona 8. desember en það er jafnframt lokaleikur liðanna í riðlakeppninni. watch on YouTube Lionel Messi og Cristiano Ronaldo hafa alls mæst 35 sinnum með félagsliðum og landsliðum. Liðin hans Messi hafa unnið sex fleiri leiki eða sextán á móti tíu og Leo Messi hefur líka skorað fleiri mörk í þessum leikjum eða 22 á móti 19 hjá Cristiano Ronaldo. Þetta verða aftur á móti fyrstu Evrópuleikir liða þeirra síðan Barcelona sló út Real Madrid í undanúrslitum Meistaradeildarinnar tímabilið 2010-11. Þeir höfðu áður mæst þrisvar sinnum þegar Cristiano Ronaldo var leikmaður Manchester United, fyrst í undanúrslitunum 2007-08 og svo í úrslitaleiknum 2009 þar sem Leo Messi skoraði annað markið í 2-0 sigri Barca á Manchester United á Wembley. Cristiano Ronaldo á enn eftir að skora í Meistaradeildinni í leik á móti liði Lionel Messi og hefur ennfremur aðeins fagnað sigri í einum af þessum fimm leikjum. Hann ætlar sér örugglega að breyta því núna. Cristiano Ronaldo er langmarkahæsti leikmaður Meistaradeildarinnar frá upphafi með 130 mörk á móti 115 mörkum frá Lionel Messi. Ronaldo hefur líka unnið Meistaradeildina fimm sinnum en Messi hefur bara unnið hana fjórum sinnum. watch on YouTube Augu fótboltaheimsins verða örugglega á innbyrðis leikjum Barcelona og Juventus í Meistaradeildinni í vetur enda fáum við ekki mörg ár í viðbót með þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo upp á sitt besta. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50).
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Fleiri fréttir Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Hákon skoraði og lagði upp í stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap Bournemouth upp í annað sæti og dramatík í Wolverhampton Van de Ven með tvö í fyrsta tapinu á nýja heimavellinum Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Eggert lagði upp og titilbarátta Brann lifir Tómas og félagar með átta stiga forskot eftir sigur gegn Celtic Mark Kristians gegn gömlu félögunum dugði skammt Vardy skoraði og fór í heljarstökk 38 ára „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Rúmir 800 dagar síðan Man Utd var síðast fyrir ofan Liverpool Sjáðu mörkin sem björguðu KR og felldu Vestra og Aftureldingu Landsliðskonan á von á barni Bjórinn gefins og Reykjavíkurborg standi í vegi fyrir Víkingum Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Sjá meira
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00