Dæmi um að fólk í sóttkví komi inn á endurvinnslustöðvar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. október 2020 07:54 Endurvinnslustöð SORPU við Breiðhellu í Hafnarfirði. SORPA SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
SORPA brýnir það fyrir almenningi að fólk í sóttkví megi ekki koma inn á endurvinnslustöðvar fyrirtækisins. Í tilkynningu frá SORPU segir að því miður þurfi að vekja athygli á þessu þar sem starfsfólk endurvinnslustöðva hafi ítrekað orðið vart við að fólk í sóttkví komi inn á stöðvarnar. „Þetta veldur okkur miklum vonbrigðum,“ er haft eftir Guðmundi Tryggva Ólafssyni, rekstrarstjóra endurvinnslustöðva SORPU, í tilkynningu. „Gestir okkar og starfsfólk eiga sama rétt og annað fólk á vernd gegn veirunni og því er óskiljanlegt að fólk haldi að það megi koma á endurvinnslustöðvar þegar það er í sóttkví,“ segir Guðmundur. Í tilkynningu SORPU segir að heimsókn á endurvinnslustöð samræmist ekki reglum um sóttkví. Skipti þar engu hver ástæða sóttkvíarinnar er: „Slík heimsókn er brot á sóttkví og útsetur gesti og starfsfólk endurvinnslustöðvanna fyrir smitum. Fólki er bent á að kynna sér reglur um sóttkví á slóðinni https://www.covid.is/flokkar/sottkvi Verði fólk uppvíst að því að koma á endurvinnslustöðvar SORPU meðan það er í sóttkví verður því umsvifalaust vísað burt og það tilkynnt til lögreglu ef það hlýðir ekki fyrirmælum starfsfólks,“ segir í tilkynningunni. Enn búist við röðum og töfum við stöðvarnar Þá er fólk sem er ekki í sóttkví og vill skila endurvinnsluefnum til SORPU minnt á að helgarnar verði álagspunktar á endurvinnslustöðvunum meðan hertar samkomutakmarkanir eru í gildi. „Við minnum viðskiptavini okkar á að þeir geta lagt sitt af mörkum til að heimsókn á endurvinnslustöð gangi hratt og vel fyrir sig við þessar krefjandi aðstæður,“ segir Guðmundur Tryggvi. „Við hvetjum fólk til að koma til okkar á virkum dögum yfir miðjan daginn, vera ekki fleiri saman í bíl en nauðsyn krefur og vera búið að flokka öll endurvinnsluefni áður en lagt er af stað á endurvinnslustöðina. Ef fólk fer eftir þessum ábendingum gengur heimsókn á endurvinnslustöð hraðar og betur fyrir alla.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sorpa Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira