COVID-19 strákarnir farnir að æfa aftur með Liverpool liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 10:30 Thiago Alcantara og Sadio Mane á æfingu með Liverpool liðinu í vikunni. Getty/ John Powell Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira
Liverpool getur teflt fram þeim Sadio Mané og Thiago Alcantara í nágrannaslagnum við Everton um næstu helgi. Spánverjinn Thiago Alcantara og Senegalinn Sadio Mané greindust báðir með kórónuveiruna á dögunum en þeir hafa báðir náð sér að fullu og eru byrjaðir að æfa á nýjan leik með Liverpool liðinu. Thiago Alcantara missti af tveimur deildarleikjum, á móti Arsneal og Aston Villa en Sadio Mané missti af fyrrnefndum leik á móti Aston Villa sem tapaðist 7-2. Báðir sýndu þeir flotta takta þegar þeir klæddust Liverpool treyjunni síðast. Thiago náði að gefa 75 heppnaðar sendingar í einum hálfleik á móti Chelsea sem er það mesta í einum hálfleik í sögu þeirrar tölfræði í ensku úrvalsdeildinni. View this post on Instagram Touch, @thiago6 #LFC #LiverpoolFC #Thiago #Training A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 14, 2020 at 7:09am PDT Sadio Mané skoraði fyrsta markið í 3-1 sigrinum á Arsenal og hafði áður skorað bæði mörkin í sigrinum á Chelsea á Stamford Bridge. Liverpool er búið að vinna alla þrjá leikina sem Sadio Mané hefur spilað í deildinni á þessari leiktíð. Þeir Thiago Alcantara og Sadio Mané fóru líka ekki í landsliðsverkefni Spánar og Senegal í þessum glugga vegna veikindanna. Landsliðsglugginn var aftur á móti ástæðan fyrir því að þeir félagar misstu ekki af fleiri leikjum. Naby Keita var sá síðasti af leikmönnum Liverpool sem greindust með kórónuveiruna en hann spilaði leikinn á móti Aston Villa. Keita mun væntanlega missa af Everton leiknum. Leikur Liverpool og Everton fer fram í hádeginu á laugardaginn kemur en leikurinn er á Goodison Park, heimavelli Gylfa Þórs Sigurðssonar og félaga í Everton. Hér fyrir neðan má sjá þegar Liverpool tilkynnti það á samfélagsmiðlum sínum að þeir Sadio Mané og Thiago Alcantara væru komnir til baka. Hér fyrir ofan eru líka glæsileg tæknitilþrif hjá Spánverjunum. View this post on Instagram Here he is... #LFC #LiverpoolFC #Mane A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 10:54am PDT View this post on Instagram ¡Hola, Thiago! #LFC #LiverpoolFC #Thiago A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) on Oct 13, 2020 at 11:21am PDT
Enski boltinn Mest lesið Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Enski boltinn Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Körfubolti Amorim segir leikmenn sína hrædda Enski boltinn Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Handbolti „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Enski boltinn „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Sjá meira