Mismuna Rómafólki í skjóli faraldursins Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2020 11:13 Tvo Rómabörn að leik í þorpi í Búlgaríu. AP/Vadim Ghirda Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar hefur verið notraður til að áreita Rómafólk víða í Mið- og Austur-Evrópu. Mannréttindasamtök og sérfræðingar óttast að með aukinni dreifingu veirunnar muni mismununin og áreitið aukast einnig. Í ítarlegri umfjöllun AP fréttaveitunnar segir að í Búlgaríu hafi sótthreinsiefni til að mynda verið varpað á samfélög Rómafólks úr flugvélum og þyrlum sem notaðar eru til að bera áburð og skordýraeitur á tún. Tilkynningum um að lögregluþjónar hafi beitt Rómafólk ofbeldi hefur fjölgað og í Slóvakíu hefur herinn verið látinn skima eftir veirunni meðal þessa fólks og hvergi annars staðar. Þessar aðgerðir eru framkvæmdar án þess að tilkynningar hafi borist um umfangsmikla útbreiðslu veirunnar meðal Rómafólks. Aðgerðirnar þykja líkjast þeim sem popúliskir leiðtogar hafa beitt til að herða tök sín í skjóli faraldursins. Rómafólk rekur rætur sínar til ættbálka í norðurhluta Indlands og aldalöng mismunun og ofsóknir hafa gert meðlimi þessa samfélags af einhverjum fátækustu og minnst menntuðu íbúum Evrópu. Rómafólk býr víða í afgirtum hverfum og með takmarkaðan aðgang að rafmagni, rennandi vatni og heilbrigðisþjónustu. Margir eiga erfitt með að finna vinnu og heilt yfir er meðal ævilengd Rómafólks styttri en annarra hópa. Í Moldóvu sakaði borgarstjóri Rómafólk um að dreifa veirunni meðal íbúa borgarinnar og embættismenn í Ivano-Frankivsk í Úkraínu skipuðu lögreglu borgarinnar að vísa öllu Rómafólki á brott. Í Búlgaríu hafa stjórnmálamenn lýst samfélögum Rómafólks sem „smithreiðrum“. Í Slóvakíu er atvik til rannsóknar þar sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa barið fimm börn með kylfu og hótað að skjóta þau til bana fyrir að leika sér fyrir utan þorp þeirra. Sögur sem þessar koma ekki eingöngu frá Austur-Evrópu heldur einnig ríkjum eins og Belgíu og Ítalíu. Bæjarstjóri þorps nærri París í Frakklandi varaði íbúa þar við því að láta yfirvöld vita um leið og það sæist til vagnalestar. Var hann þar að vísa til Rómafólks.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira