Sýknaður af skattsvikaákæru eftir áratug Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. október 2020 08:26 Bjarni Ákason, fjárfestir, var í gær sýknaður af ákæru um skattsvik en málið má rekja allt aftur til ársins 2007. Vísir/Vilhelm Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“ Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Bjarni Ákason, fjárfestir og athafnamaður, var í gær sýknaður í héraðsdómi af ákæru héraðssaksóknara þess efnis að hafa komið 44 milljónum króna undan skatti. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag þar sem einnig er rætt við Bjarna. Hann er ósáttur við framgöngu yfirvalda í málinu, ekki hvað síst vegna þess hversu langan tíma málið hefur tekið en það má rekja allt aftur til ársins 2007. Í samtali við Morgunblaðið segir Bjarni upphaf málsins vera þegar tvítalið var á hann og fyrirtæki í hans eigu á árunum 2007-2009. Þegar það hafi komið í ljós hafi endurskoðendur hans sent bréf til ríkisskattstjóra og óskað eftir leiðréttingu vegna eigin mistaka. „Ég hafði sjálfur frumkvæði á leiðréttingu framtalanna á sínum tíma, en það virðist hafa sett málið af stað, sem er vonandi að ljúka núna, rúmum áratug síðar,“ segir Bjarni við Morgunblaðið en hann sagði einnig frá málinu í færslu á Facebook í gær sem sjá má hér fyrir neðan. Í gær fékk ég skilaboð frá lögmanni mínum um að dæmt yrði í Hérðasdómi í fyrramálið í máli Héraðssaksóknara gegn...Posted by Bjarni Ákason on Thursday, October 15, 2020 Kemur til greina að stefna ríkinu fyrir „glórulausa óvissuferð“ Bjarni segir að eftir sex ár hafi ríkisskattstjóri fallist á að leiðrétta framtal fyrirtækisins en ekki framtal hans sjálfs. Málið hafi verið sent áfram til skattrannsóknarstjóra sem svo sendi það til héraðssaksóknara. Í millitíðinni fékk Bjarni hins vegar tvær leiðréttingar frá yfirskattanefnd og endurgreiðslur í samræmi við það. Hann kveðst hafa orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni vegna málsins, enda kosti hvert lögmannsbréf pening. Hann hafi til að mynda þurft að selja frá sér eignir vegna þessa. Bjarni telur þó að kostnaður hins opinbera við málið sé mun meiri en kostnaður hans. Hann er glaður yfir sýknudómnum en gramur ríkinu fyrir að hafa „djöflast á mér og minni fjölskyldu í heilan áratug yfir skattskýrslu sem ég bað sjálfur um leiðréttingu á,“ líkt og haft er eftir honum í Morgunblaðinu. Hann bíður nú ákvörðunar ríkissaksóknara hvort áfrýjað verði í málinu eða ekki. Þegar það hið opinbera ljúki síðan málinu kveðst hann ætla að sjá hvort hann „stefni ríkinu fyrir þessa glórulausu óvissuferð.“
Dómsmál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira