3 dagar í Meistaradeild: Liverpool krækti í hljómsveitarstjóra Evrópumeistaranna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2020 11:46 Thiago Alcantara fagnar sigri í Meistaradeildinni með bikarnum með stóru eyrun eftir 1-0 sigur Bayern München á Paris Saint Germain í úrslitaleiknum. Getty/Michael Regan Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við leikmanninn sem gæti hjálpað Liverpool að endurheimta bikarinn með stóru eyrun. Liverpool liðinu tókst ekki að verja Meistaratitil sinn á síðustu leiktíð en liðið féll út á heimavelli í sextán liða úrslitum eftir 3-2 tap á móti Atlético Madrid í framlengdum seinni leik liðanna. Það er samt ríkjandi Evrópumeistari í liði Liverpool á þessari leiktíð. We're back next week!#UCL pic.twitter.com/hCCmq1x7WR— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 15, 2020 Liverpool tókst að kaupa Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir aðeins tuttugu milljónir punda undir lok gluggans sem þykir ekki mikið fyrir heimsklassa leikmann á þessum tímum. Thiago hefur unnið 24 titla með liðum sínum og hann vann Meistaradeildina með bæði Barcelona og Bayern München. Hann lærði af Xavi og Guardiola og átti mjög farsælan feril hjá þýsku meisturunum. Thiago spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool aðeins tveimur dögum eftir að hann mætti á Anfield en hann hefur síðan misst af tveimur leikjum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Thiago var magnaður í sigurgöngu Bayern München á síðustu leiktíð og sýndi meðal annars snilli sína í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann var svo sannarlega hljómsveitarstjórinn í leik Evrópumeistaranna. Over the last few days we asked 18 football agents the same 15 questions about the transfer activity that has gone on this summer. They gave their answers anonymously to encourage them to speak honestly and candidly. Here's what they said... @stujames75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 10, 2020 Í úrslitaleiknum gaf Thiago 85 fleiri sendingar eða fleri en allir á vellinum en hann var líka sá á vellinum sem „ryksugaði“ upp flesta lausa bolta (7), fór í flestar tæklingar (3), náði flestum boltum (2) og skapaði flest færi fyrir félaga sína (2). Það er meira af tölfræði sem sýnir vel leikstjórn hans. Thiago reyndi 64 meðallangar eða langar sendingar í úrslitaleiknum og þær heppnuðust allar. Þá átti hann að minnsta kosti þrjár sendingar á alla leikmenn Bayern liðsins í leiknum. Hann var hjartað í samspili þýska liðsins. Það var ekki í fyrsta sinn sem Thiago gerir slíkt. Gott dæmi um mikilvægi hans var í leik á móti Tottenham fyrr á Meistaradeildartímabilinu. Tottenham var þá 2-1 yfir í hálfleik þegar þáverandi þjálfari Bayern, Niko Kovac, ákvað að setja Thiago inn á miðju Bayern. Thiago tók yfir miðjuna í leiknum og Bayern vann seinni hálfleikinn 6-1 og þar með leikinn 7-2. Liverpool er í D-riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Fyrsti leikur Liverpool er á útivelli á móti Ajax á Johan Cruyff Arena í Amsterdam miðvikudagskvöldið 21. október. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við leikmanninn sem gæti hjálpað Liverpool að endurheimta bikarinn með stóru eyrun. Liverpool liðinu tókst ekki að verja Meistaratitil sinn á síðustu leiktíð en liðið féll út á heimavelli í sextán liða úrslitum eftir 3-2 tap á móti Atlético Madrid í framlengdum seinni leik liðanna. Það er samt ríkjandi Evrópumeistari í liði Liverpool á þessari leiktíð. We're back next week!#UCL pic.twitter.com/hCCmq1x7WR— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) October 15, 2020 Liverpool tókst að kaupa Thiago Alcantara frá Bayern München fyrir aðeins tuttugu milljónir punda undir lok gluggans sem þykir ekki mikið fyrir heimsklassa leikmann á þessum tímum. Thiago hefur unnið 24 titla með liðum sínum og hann vann Meistaradeildina með bæði Barcelona og Bayern München. Hann lærði af Xavi og Guardiola og átti mjög farsælan feril hjá þýsku meisturunum. Thiago spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool aðeins tveimur dögum eftir að hann mætti á Anfield en hann hefur síðan misst af tveimur leikjum eftir að hann greindist með kórónuveiruna. Thiago var magnaður í sigurgöngu Bayern München á síðustu leiktíð og sýndi meðal annars snilli sína í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þar sem hann var svo sannarlega hljómsveitarstjórinn í leik Evrópumeistaranna. Over the last few days we asked 18 football agents the same 15 questions about the transfer activity that has gone on this summer. They gave their answers anonymously to encourage them to speak honestly and candidly. Here's what they said... @stujames75— The Athletic UK (@TheAthleticUK) October 10, 2020 Í úrslitaleiknum gaf Thiago 85 fleiri sendingar eða fleri en allir á vellinum en hann var líka sá á vellinum sem „ryksugaði“ upp flesta lausa bolta (7), fór í flestar tæklingar (3), náði flestum boltum (2) og skapaði flest færi fyrir félaga sína (2). Það er meira af tölfræði sem sýnir vel leikstjórn hans. Thiago reyndi 64 meðallangar eða langar sendingar í úrslitaleiknum og þær heppnuðust allar. Þá átti hann að minnsta kosti þrjár sendingar á alla leikmenn Bayern liðsins í leiknum. Hann var hjartað í samspili þýska liðsins. Það var ekki í fyrsta sinn sem Thiago gerir slíkt. Gott dæmi um mikilvægi hans var í leik á móti Tottenham fyrr á Meistaradeildartímabilinu. Tottenham var þá 2-1 yfir í hálfleik þegar þáverandi þjálfari Bayern, Niko Kovac, ákvað að setja Thiago inn á miðju Bayern. Thiago tók yfir miðjuna í leiknum og Bayern vann seinni hálfleikinn 6-1 og þar með leikinn 7-2. Liverpool er í D-riðli með Ajax frá Hollandi, Atalanta frá Ítalíu og Midtjylland frá Danmörku. Fyrsti leikur Liverpool er á útivelli á móti Ajax á Johan Cruyff Arena í Amsterdam miðvikudagskvöldið 21. október. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeildin verður áfram í beinni á Stöð 2 Sport og þar verða líka Meistaradeildarmessan og Meistaradeildarmörkin á hverju kvöldi sem leikir fara fram í riðlakeppninni. Fyrstu leikirnir í beinni verða Dynamo Kiev-Juventus (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 16.45) og PSG-Manchester United (Þriðjudagurinn 20. október klukkan 18.50). watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir 4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01 5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00 6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31 7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00 Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fullkomin undankeppni hjá Noregi Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Sjá meira
4 dagar í Meistaradeild: Bara að komast í úrslitaleikinn og þá er titillinn tryggður Real Madrid er sigursælasta félagið í Meistaradeildinni og hefur nú unnið sjö síðustu úrslitaleiki sína í keppninni. 16. október 2020 11:01
5 dagar í Meistaradeildina: Alfreð tryggði Olympiacos fyrsta sigurinn á Englandi Síðasta heimsókn Íslendings í Olympiacos til Englands var eftirminnileg í meira lagi. 15. október 2020 11:00
6 dagar í Meistaradeildina: Ronaldo og Messi mætast í fyrsta sinn fyrir jól Lionel Messi og Cristiano Ronaldo mætast í Meistaradeildinni fyrir áramót og það tvisvar sinnum. Það hefur aldrei gerst áður. 14. október 2020 10:31
7 dagar í Meistaradeildina: Fyrstu fullkomnu meistararnir Meistaradeildin í knattspyrnu fer af stað á nýjan leik á þriðjudaginn í næstu viku þegar riðlakeppnin hefst með átta leikjum í riðlum E til H. Vísir ætlar að telja niður í Meistaradeildina og í dag skoðum við magnaða meistara síðasta tímabils. 13. október 2020 11:00