Fjórir mikilvægir leikir í fjórðu umferð ítölsku úrvalsdeildarinnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. október 2020 08:01 AC Milan og Inter Milan mætast í dag. Marco Canoniero/Getty Images Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45) Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Fjórir leikir ítölsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eru á dagskrá Stöðvar 2 Sport og Stöðvar 2 Sport 2 í dag. Þeir gætu á haft mikil áhrif á toppbaráttu deildarinnar sem virðist ætla að vera töluvert jafnari en undanfarin ár. Juventus hefur endað sem sigurvegari níu ár í röð en mögulega er komið að leiðarlokum. Leikir dagsins gætu spilað þar stóran þátt. Napoli verður að vinna Atalanta Napoli fær topplið Atalanta í heimsókn í fyrsta leik dagsins. Napoli mætti ekki í leik gegn Juventus í síðustu umferð fyrir landsleikjahlé og töpuðu þar af leiðandi 3-0. Ástæðan var sú að heilbrigðis yfirvöld leyfðu Napoli ekki að ferðast í leikinn. Skemmtikraftarnir í Atalanta hafa byrjað tímabilið frábærlega og tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga. Liðið skemmti stuðningsfólki sínu gríðarlega á síðustu leiktíð og stefnir í annað slíkt tímabil. Atalanta er nú þegar með plús átta í markatölu. Vinni þeir leik dagsins er erfitt að sjá Napoli – sem er sem stendur í 8. sæti með aðeins fimm stig – blanda sér í toppbaráttu deildarinnar af einhverju viti. Er AC Milan aftur orðið stóra liðið í Mílanó? Það virðist sem sviptingar gætu átt sér stað í Mílanó-borg í dag. Það er ef AC Milan leggur erkifjendur sína í Inter er þau mætast á hinum goðsagnakennda San Siro-leikvangi í dag. AC Milan hefur byrjað tímabilið vel, líkt og Atalanta er það með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir. Inter hefur einnig byrjað tímabilið vel og hefur ekki enn tapað leik. Liðið er í 5. sæti með sjö stig líkt og Juventus og Sassuolo. Þó bilið sé ekki mikið milli liðanna í deildinni er ljóst að ef AC Milan landar öllum þremur stigunum verður munurinn fimm stig og montrétturinn væri hjá rauða og svarta hluta borgarinnar. I see you pic.twitter.com/UjueMKDden— Zlatan Ibrahimovi (@Ibra_official) October 15, 2020 Svo virðist sem Zlatan Ibrahimović sé klár í slaginn eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Hann myndi ekki slá hendinni á móti eins og einu marki í dag. Auðveld þrjú stig á Juventus Andrea Pirlo hefur byrjað ágætlega á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Juventus. Það hjálpar að Napoli mætti ekki til leiks þó Pirlo og lærisveinar hans hefði eflaust viljað spila. Þó ekki væri nema aðeins til að komast í betra leikform. Eftir þægilegan 3-0 sigur í fyrstu umferð þá náði Juventus aðeins stigi gegn Roma. Liðið mætir nú Crotone sem situr á botni deildarinnar og ættu Ítalíumeistararnir að fara með öruggan sigur af hólmi. Jafnvel þó Cristiano Ronaldo verði ekki með liðinu að svo stöddu. Lazio VERÐUR að vinna Lazio voru lengi vel í harðri baráttu við Juventus um titilinn á síðustu leiktíð. Þeim fataðist flugið undir lok tímabils og virðist það gengi hafa elt þá inn í þessa leiktíð. Liðið er aðeins með fjögur stig sem stendur og verður að vinna Sampdoria á heimavelli ætli það sér svo mikið sem Meistaradeildarsæti. Hér má sjá tímasetningar leikja dagsins: Napoli gegn Atalanta (Stöð 2 Sport 2, 13.00) Inter gegn AC Milan (Stöð 2 Sport 2, 16.00) Sampdoria gegn Lazio (Stöð 2 Sport, 16.00) Crotone gegn Juventus (Stöð 2 Sport 2, 18.45)
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira