„Aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð“ Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 12:28 Ragnar Þór mun bjóða sig fram til embættis varaforseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“ Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir framboð sitt til embættis varaforseta Alþýðusambandsins fyrst og fremst vera til þess fallið að auka samstöðu innan verkalýðshreyfingarinnar. Undanfarið ár innan Alþýðusambandsins hafi einkennst af togstreitu en nú þurfi allir að stefna í sömu átt. „Við teljum að það hafi aldrei verið eins mikilvægt og núna að hreyfingin standi þétt saman í þeim verkefnum sem fram undan eru, varðandi heimilin og einstaklinga, þegar fer að kreppa að,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu. Framboðið sýni vilja hans til þess að leggja sitt af mörkum. „Þetta er fyrst og fremst leið til þess að þétta raðirnar eftir litríkt ár innan Alþýðusambandsins.“ Allt gert í góðri sátt Aðspurður hvort hann bjóði sig fram vegna óánægju með núverandi forystu segir hann svo alls ekki vera. „Þetta er allt gert í góðri sátt og ég er mjög sáttur við það upplegg sem við ætlum að reyna að byggja á eftir ASÍ þingið.“ Tvö varaforsetaembætti eru innan Alþýðusambandsins. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, er 1. varaforseti ASÍ og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er 2. varaforseti. Þó liggur fyrir tillaga um að fjölga varaforsetum og býst Ragnar við því að bæði Kristján og Sólveig bjóði sig aftur fram. „Það er hluti af því að stækka forsetateymið, og þar af leiðandi fá öll samböndin og stærstu aðilana innan Alþýðusambandsins saman í eitt öflugt forsetateymi til þess að stýra okkur áfram í þeim málum sem fram undan eru.“ Hann segir nauðsynlegt á óvissutímum sem þessum að verkalýðshreyfingin standi sterk. Það eigi við nú sem áður. „Það hefur aldrei verið eins mikilvægt fyrir hreyfinguna að vera sameinuð og sterk.“ Kristján Þórður Snæbjarnarson og Sólveig Anna Jónsdóttir eru varaforsetar ASÍ. Ragnar býst við því að þau bjóði sig fram aftur.Vísir/Vilhelm Stærsta málið að bregðast við tekjufalli Þrátt fyrir krepputímar blasi við segir Ragnar veturinn leggjast ágætlega í sig. Nú þegar sé hafin mikil vinna við tillögur um hvernig eigi að bregðast við tekjufalli heimila og einstaklinga og er verið að setja þær tillögur saman. „Vonandi náum við árangri þar, það er forgangsmálið núna. Við þurfum að grípa fólkið sem er að taka ákvörðun um hvort það eigi að borga reikningana eða kaupa í matinn. Við verðum núna að leggjast öll á eitt og bregðast við vanda þessa hóps,“ segir Ragnar, sem vonar að stjórnvöld taki vel í tillögurnar. Heildaratvinnuleysi var 9 prósent í september og spáir Vinnumálastofnun að almennt atvinnuleysi aukist nokkuð í október og nóvember. Alls voru 18.443 einstaklingar atvinnulausir í almenna bótakerfinu í lok septembermánaðar og 3.319 í minnkuðu starfshlutfalli. Staðan er verst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysi fór upp í 19,6 prósent í september. Ragnar segir sjá svipaða þróun meðal félagsmanna VR. „Við erum að sjá miklu meira atvinnuleysi á Suðurnesjunum en á höfuðborgarsvæðinu.“
Vinnumarkaður Kjaramál Félagasamtök Tengdar fréttir Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12 Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40 Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26 Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Innlent Fleiri fréttir Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Sjá meira
Býður sig fram til varaforseta ASÍ Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hyggst bjóða sig fram til embættis varaforseta á þingi Alþýðusambands Íslands í næstu viku. 17. október 2020 08:12
Óttast að atvinnuleysi í Reykjanesbæ verði komið í 25% fyrir jól Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir því að í Reykjanesbæ verði atvinnuleysi komið í 25% fyrir jól. 14. október 2020 07:40
Erlendir borgarar og ungt fólk tekið þungt högg í faraldrinum Erlendir ríkisborgarar og ungt fólk hefur tekið þyngsta efnahagslega höggið vegna kórónuveirufaraldursins. Framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands segir þörf á sértækum vinnumarkaðsaðgerðum til þess að mæta þeim hópum. 15. október 2020 19:26