Níu hafa verið handtekin vegna morðsins Sylvía Hall skrifar 17. október 2020 14:42 Blóm hafa verið lögð við skólann sem kennarinn kenndi við. AP/Michel Euler Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim. Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Kennarinn sem myrtur var í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar í gær hét Samuel Paty og var hann 47 ára að aldri. Franska lögreglan rannsakar morðið sem hyrðjuverk en Paty var hálshöggvinn af manni sem vopnaður var stórum hníf. Níu eru nú í haldi lögreglu vegna morðsins en árásarmaðurinn var átján ára gamall að sögn lögreglu. Paty var sögu- og landafræðikennari og hafði sýnt skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund. Um klukkan 17:00 að staðartíma í gær var hann myrtur nærri skóla í úthverfinu en árásarmaðurinn var skotinn til bana af lögreglumönnum. Níu hafa verið handteknir í tengslum við málið, þar á meðal foreldrar barns í skólanum sem Paty kenndi við að því er fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins. Þá vekur athygli að árásin átti sér stað nú þegar réttarhöld fara fram vegna árásar á skrifstofur tímaritsins Charlie Hebdo í París árið 2015, sem hafði endurbirt myndir af spámanninum. Myndbirtingin leiddi til mikillar reiði meðal múslima og á endanum til árásarinnar. Al-Qaeda á Arabíuskaganum lýsti yfir ábyrgð á árásinni. Franskir miðlar greina frá því að kennaranum höfðu borist hótanir eftir kennslustundina þar sem hann sýndi myndirnar. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina bera öll einkenni hryðjuverkaárásar og fordæmdi verknaðinn. Sagði hann Paty hafa verið myrtan fyrir það að hafa kennt nemendum sínum tjáningarfrelsi og að árásin myndi ekki sundra frönsku þjóðinni. Nemendur eru sagðir vera í áfalli vegna morðsins. Einn nemanda hans sagði hann hafa verið kennari sem elskaði starf sitt og hafði raunverulega ástríðu fyrir því að kenna þeim.
Frakkland Tengdar fréttir Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sjá meira
Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Franska lögreglan rannsakar nú hrottalegt morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. 16. október 2020 20:20
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32