Thiago færði Klopp slæmar fréttir eftir leik Ísak Hallmundarson skrifar 17. október 2020 22:30 Richarlison fékk rautt spjald fyrir þessa tæklingu á Thiago. getty/ John Powell Spænski landsliðsmaðurinn Thiago, sem gekk til liðs við Englandsmeistara Liverpool frá Bayern í sumar, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn Everton í dag. Það setur þó strik í reikninginn að Thiago varð fyrir ljótri tæklingu af hálfu Richarlison undir lok leiksins, en Brasilíumaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir vikið. Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. „Þegar ég var að labba af vellinum sagði Thiago mér að hann hefði meiðst eftir tæklinguna frá Richarlison. Það kemur í ljós hvort það reynist rétt en honum líður eins og hann sé meiddur og við þurfum að kanna það,“ sagði Klopp. Á endursýningum lítur út fyrir að Spánverjinn hafi meiðst á hægra hné og er afar ólíklegt að hann taki þátt í leik Liverpool og Ajax í Meistaradeildinni næsta miðvikudag. Þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool en fyrr í leiknum þurfti varnarmaðurinn Virgil van Dijk að fara af velli vegna meiðsla eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markmanni Everton. Til að bæta gráu ofan á svart var sigurmark Liverpool í uppbótartíma dæmt af vegna rangstöðu, en ansi litlu ef nokkru virtist muna að markið ætti að teljast gott og gilt. Sannarlega ekki góður dagur fyrir Englandsmeistaranna. Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira
Spænski landsliðsmaðurinn Thiago, sem gekk til liðs við Englandsmeistara Liverpool frá Bayern í sumar, fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína gegn Everton í dag. Það setur þó strik í reikninginn að Thiago varð fyrir ljótri tæklingu af hálfu Richarlison undir lok leiksins, en Brasilíumaðurinn fékk beint rautt spjald fyrir vikið. Thiago þurfti langa aðhlynningu á vellinum en var að lokum fær um að klára leikinn. Jurgen Klopp, þjálfari Liverpool, segir Thiago hafa fært sér slæmar fréttir eftir leik. „Þegar ég var að labba af vellinum sagði Thiago mér að hann hefði meiðst eftir tæklinguna frá Richarlison. Það kemur í ljós hvort það reynist rétt en honum líður eins og hann sé meiddur og við þurfum að kanna það,“ sagði Klopp. Á endursýningum lítur út fyrir að Spánverjinn hafi meiðst á hægra hné og er afar ólíklegt að hann taki þátt í leik Liverpool og Ajax í Meistaradeildinni næsta miðvikudag. Þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar fyrir stuðningsmenn Liverpool en fyrr í leiknum þurfti varnarmaðurinn Virgil van Dijk að fara af velli vegna meiðsla eftir tæklingu frá Jordan Pickford, markmanni Everton. Til að bæta gráu ofan á svart var sigurmark Liverpool í uppbótartíma dæmt af vegna rangstöðu, en ansi litlu ef nokkru virtist muna að markið ætti að teljast gott og gilt. Sannarlega ekki góður dagur fyrir Englandsmeistaranna.
Enski boltinn Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Sjá meira