Sóknarfæri fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu sem þjóðaröryggismál Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 12:55 Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu. Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksin og Guðfinna Harpa Arnardóttir, formaður Landssambands sauðfjárbænda, eru sammála um að tilefni sé til að endurskoða tollasamning við Evrópusambandið. Þá telur Haraldur að hugsanlega felist sóknarfæri í því fyrir íslenskan landbúnað að líta á matvælaframleiðslu í samhengi við þjóðaröryggismál. Afgreiðsla búvörusamninga á Alþingi 2016 sé ein hans helsta eftirsjá í störfum sínum í pólitík. Þetta kom fram í máli þeirra Haraldar og Guðfinnu í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. „Kannski verður sóknarfærið fyrir íslenskan landbúnað þegar við förum loksins að ræða um hluti eins og þjóðaröryggismál. Við erum að horfa núna á alls konar áföll og við stöndum í miðri baráttu við covid-veiru. Það er ekkert að fara frá okkur sá tími að við þurfum að hugsa um hver við erum og við þurfum að framleiða matinn okkar sjálf. Það er svona grundvallarfrumþörf í hverju samfélagi,“ sagði Haraldur. Nokkuð heit umræða hefur skapast að undanförnu um stöðu og afkomu sauðfjárbænda í kjölfar ummæla Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt mætti líta á sem ákveðinn lífsstíl. Haraldur sagði ekki koma á óvart að ummælin hafi vakið hörð viðbrögð. „Við höfum í nokkuð langan tíma séð afkomu bænda í þessari grein drabbast og þeir hafa um langan tíma verið launalausir í sínum rekstri, það herðir stöðugt að. Við megum ekki heldur gleyma að þetta er hryggsúla í byggðum margra byggðarlaga,“ segir Haraldur „Við verðum að taka þessa stöðu svolítið alvarlega. Ég fagna kannski að umræðan sé kominn á þann stað að við séum farin að átta okkur á að þetta sé veruleikinn og við getum þá farið að tala inn í framtíðina, hverju getum við breytt og hvað getum við gert. Það eru kannski ekki mörg atriði sem að við þurfum að taka utan um en þau verða mörg umdeild og þau eru að einhverju leiti sársaukafull,“ bætir hann við. Guðfinna segir íslenskan landbúnað standa frammi fyrir því klassíska vandamáli sem blasi víða við frumframleiðslugreinum í matvælaiðnaði, þar sem bæði bændur, afurðarstöðvar og verslun hafa litlar tekjur upp úr krafsinu. „Það er alveg rétt að það eru litlar tekjur í þessu kerfi. Við erum að framleiða frábæra vöru sem okkur finnst einhvern veginn skítt að bera ekki meira úr bítum og raunverulega bara ekki bera þannig úr bítum að við höfum ekki launagreiðslugetu á okkar búum,“ segir Guðfinna. Sú sé staðan á allflestum býlum landsins að bændur geti ekki greitt sér sæmileg laun. „Þetta er því miður þannig að í svo mörgum frumframleiðslugreinum í matvælum að það er bara ekki ásættanleg afkoma, og það er ekki bara á Íslandi,“ segir Guðfinna. Guðfinna Harpa Arnardóttir er formaður Landsambands sauðfjárbænda. „Við þurfum að hætta að horfa á matinn okkar sem dýrann og fara að horfa á hann sem verðmætan. Mat sem er framleiddur eftir ströngustu kröfum, framleiddur með dýravelferð, umhverfismál og svo framvegis í huga, við þurfum bara að vera tilbúin að greiða fyrir þessa vöru, við sem neytendur.“ Tilefni til að endurskoða eða segja upp samningi við ESB Guðfinna og Haraldur voru jafnframt spurð um afstöðu sína til núgildandi tollasamnings við Evrópusambandið. „Ég held alla veganna að reynslan sem er núna af honum, og þær breyttu forsendur sem við erum að horfa á í viðskiptum í við Evrópusambandið með útgöngu Bretlands, séu algjörlega tilefni til að endurskoða eða segja upp þessum samningi,“ svaraði Guðfinna. Haraldur tók í svipaðan streng. „Ég veit að það var frumkvæði utanríkisráðherra núverandi að endurmeta þennan samning og flagga því, eða taka upp endurskoðun hans. Það er alveg ljóst að meginmarkmið hans hafa ekki gengið eftir ef að menn bara skoða tölurnar um það hvernig hann hefur virkað, þá er algjörlega tímabært að, eins og Guðfinna Harpa er að segja, endurmeta þann samning,“ segir Haraldur sem segist til að byrja með aldrei hafa skilið forsendurnar fyrir því að gera þann samning. „Ef ég á að vitna um það sem ég hef séð mest eftir að hafa gert í pólitíkinni á þeim tíma sem ég hef setið þá var það kannski afgreiðsla búvörusamninganna í þinginu 2016 sem að múlbatt þennan tollasamning við þá afgreiðslu.
Landbúnaður Alþingi Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Mest lesið Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Innlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Erlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira