Segja ákvörðun ráðuneytisins ógna öryggi veiðimanna og auka álag á rjúpnastofninn Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. október 2020 16:12 Vísir/Vilhelm Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni. Rjúpa Skotveiði Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Skotveiðifélag Íslands, SKOTVÍS, mótmælir ákvörðun stjórnvalda um að gera engar breytingar á veiðitíma rjúpu í ár. Félagið telur fulla ástæðu til að ráðuneytið endurskoði ákvörðun sína og segir ráðuneytið beita sýndarmennsku og sýni félaginu lítilsvirðingu. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið birti fyrirkomulag rjúpnaveiða 2020 á föstudaginn. Veiðitímabilið verður frá 1.-30. nóvember sem er það sama og í fyrra. Heimilt verður að veiða fimm daga í viku, frá föstudegi til þriðjudags, en veiðibann er í gildi á miðvikudögum og fimmtudögum. Ítrekað er í tilkynningu ráðuneytisins að sölubann á rjúpum verði áfram í gildi og veiðimenn hvattir til að gæta hófsemi í veiðum. Síðan í byrjun september hefur SKOTVÍS óskað eftir samráðsfundi með Umhverfisstofnun vegna rjúpnaveiða í haust að því er fram kemur í tilkynningu frá félaginu. Félagið vísar í ályktun sinni til mats á veiðiþoli rjúpnastofnsins frá Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem segi meðal annars að verulega hafi dregið úr veiði frá árinu 2005 og að bein afföll vegna veiða hafi lækkað. „Athyglisvert er að fjöldi leyfilegra veiðidaga sýnir engin tengsl við veiðidánartölu rjúpunnar,“ segir í matinu sem vísað er til í ályktuninni. Ráðgjöfin auki álag á rjúpnastofninn Þá vísar SKOTVÍS einnig til tillagna Umhverfisstofnunar til umhverfisráðuneytisins um að það sé mat stofnunarinnar að fleiri veiðidagar hafi „jákvæð áhrif á öryggi veiðimanna sem og áhrif veiða á streitu hjá rjúpu þar sem að færri veiðimenn eru á veiðislóð á hverjum veiðidegi.“ Í ályktun sinni gefur SKOTVÍS í skyn að stjórnvöld hafi ekki byggt ráðgjöf sína á bestu fáanlegu gögnum. „Fækkun leyfilegra veiðidaga úr 69 í 22 er því ekki lengur veiðistjórnunaraðgerð. Aðgerðin hefur neikvæð áhrif á öryggi veiðimanna og eykur álag á rjúpnastofninn,“ segir meðal annars í ályktuninni þar sem samskipti félagsins við Umhverfisstofnun og ráðuneytið eru rakin. „Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir um samráðsfund var hann aldrei haldin. Það er annkannalegt fyrir stofnun sem hefur SAMSTARF sem eitt af þremur opinberum gildum sínum. Loks fékk SKOTVÍS fund með starfsmönnum Umhverfisráðuneytis og kom félagið á framfæri þeim sjónarmiðum um mikilvægi samráðs áður en endanleg ákvörðun yrði tekin. Í kjölfarið sendi Skotvís Umhverfisstofnun og ráðuneytinu bréf þar sem sjónarmið félagsins voru áréttuð og ítrekuð beiðni um samráð. Skömmu eftir að þeim fundi lauk, sendi ráðuneytið hins vegar frá sér fréttatilkynningu um fyrirkomulag rjúpnaveiði. Það er því ljóst að fundurinn var aðeins haldinn til að friða félagið,“ segir ennfremur í ályktuninni.
Rjúpa Skotveiði Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira