„Erfitt að geta ekki sýnt þetta mannlega“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 20:02 Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Flókinni ummönnun gjörgæslusjúklinga með COVID-19 fylgir mikið álag að sögn hjúkrunarfræðings á deildinni. Sár myndist undan hlífðarbúnaði og þá taki skortur á mannlegri snertingu á. Fjórir liggja nú á gjörgæsludeild Landspítalans vegna Covid- 19 og tveir eru á öndunarvél. Allt heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir fólki með Covid þarf að klæðast hlífðarbúning frá toppi til táar og það reynir á. Við ræddum við Þorbjörgu S. Sigurðardóttur gjörgæsluhjúkrunarfræðing sem var í smá pásu frá umönnun á gjörgæslu í dag um starfið á deildinni og hvernig er að vera alltaf í hlífðarfötum í vinnunni. Hún sinnir Covid-19 veikum á deildinni. „Eftir tvo tíma í búning er maður alveg búin að fá nóg. Maður fær svona innilokunarkennd, þetta er bara rosalegt álag. Við erum alveg að fá sár á andlitið undan grímunni, maður er með ertingu í hálsinum og er þurr því maður drekkur miklu minna en annars í búning. Maður verður því slappur. Maður er gjarnari á að fá höfuðverk. Þannig að það eru svona ýmsir fylgikvilla. Þetta hefur alveg hellingsáhrif,“ segir Þorbjörg. Hún segir þetta líka erfitt fyrir sjúklingana. „Þetta er ekki bara erfitt fyrir okkur heldur líka fyrir sjúklinganna. Það er erfitt fyrir okkur að eiga samskipti við sjúklingana, þeir eiga erfitt með að skilja okkur með grímur og maska fyrir andlitum okkar. Þá er ekki þessi mannlega snerting sem er svo mikilvæg í umönnun. Mikið af okkar tjáningu fer fram með andlitstjáningu og við getum ekki sýnt hana í þessum búning. Svo ertu að tala við aðstandendur og maður getur ekki sýnt þessa tjáningu sem maður gerir með andliti og öðru undir venjulegum kringumstæðum. Þetta verður allt svo miklu ópersónulegra,“ segir Þorbjörg sem var með þessum orðum búin með pásuna á gjörgæslu og þurfti að drífa sig í hjúkrunarstörfin.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Álagið meira en í fyrstu bylgjunni þar sem ekki hefur dregið úr virkni samfélagsins Geta Landspítalans til að takast á við þessa þriðju bylgju faraldursins er umtalsverð að sögn yfirlæknis smitsjúkdómadeildar. Álagið á heilbrigðiskerfið er þó meira nú en í vor þar sem ekki hefur dregið eins mikið úr virkni samfélagsins. 10. október 2020 18:45