Sálufélagar í prjónaskapnum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. október 2020 08:00 Sjöfn Kristjánsdóttir og Salka Sól Eyfeld gefa út prjónabók fyrir jólin. Eygló Gísla „Ég byrjaði að prjóna um 12 ára aldurinn. Það hafði engum tekist að kenna mér að prjóna þar sem ég er örvhent. En ein góð vinkona mömmu tók það verkefni að sér og niðurstaðan var mín fyrsta húfa og að sjálfsögðu upp úr kollinum á mér. Síðan þá hefur prjónaskapur alltaf legið vel fyrir mér,“ segir Sjöfn Kristjánsdóttir. Í dag rekur hún eigið prjónafyrirtæki og hefur prjónað hundruð prjónaflíka. Sjöfn gefur út sína fyrstu bók í byrjun nóvember, með tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld. Bókin hefur titilinn Una, líkt og línan sem þær hönnuðu saman síðasta vetur. Unu línan var gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftirnar í sameiningu. Salka byrjaði að prjóna á meðgöngunni þegar hún átti von á dóttur sinni Unu en Sjöfn byrjaði að hanna prjónaflíkur fyrir nokkrum árum eftir hvatningu frá eiginmanninum. „Ég hef alltaf átt erfitt með að fylgja uppskriftum, bæði vegna þess að mér fannst þær torlesnar og óskiljanlegar og vegna þess að ég fann aldrei neitt sem hitti beint í mark. Það sem ég nýtti úr uppskriftum var þá lykkjufjöldi og lengd á flíkum. Þetta kom mér þó í vandræði því ég prjóna frekar fast og urðu mínar peysur alltaf of litlar miðað við uppgefna stærð í uppskriftum. Þá þurfti ég að fara að hugsa lengra, gera prjónfestuprufur og fara að spá aðeins meira í því út á hvað þetta gekk í raun og veru. Þegar ég var ólétt af öðru barni mínu sat ég og prjónaði mikið og var farin að hanna mínar eigin flíkur. Eitt kvöldið sagði Grétar við mig „Af hverju skrifar þú ekki þessar uppskriftir niður á blað?” Það fannst mér galin hugmynd í fyrstu en ákvað svo að láta á það reyna. Úr varð mín fyrsta uppskrift, DÖGG peysa.“ View this post on Instagram Fallegasta prjónabók í heimi er komin í forsölu á www.stroff.is Við Salka erum að sjálfsögðu að farast úr hamingju yfir þessu meistarastykki enda ekki á hverjum degi sem maður gefur út bók. 27 uppskriftir, geggjaðar myndir og gullfallegur gripur sem mun sóma sig vel á sófaborðinu Bókin kostar 4990,- í forsölu en verður á 5990,- þegar hún kemur í búðir. Áætlaður útgáfudagur er 5. nóvember. Gríptu eintak! Já eða eintök! Það má! A post shared by STROFF (@stroff.is) on Oct 13, 2020 at 5:37am PDT Sjá ekki eftir því að breyta nafninu Uppskriftir Sjafnar hafa verið mjög vinsælar síðustu ár og er hún nú byrjuð að selja uppskriftir í Þýskalandi líka. „Þegar þessi fyrsta uppskrift var komin á blað ákvað Grétar að opna vefsíðu og í upphafi var aðeins ein uppskrift þar inni. Markmiðið var nú bara að hafa þetta sem áhugamál og við hugsuðum alltaf „Æ það væri alveg ágætt að fá nokkra auka þúsund kalla á mánuði upp í rekstur heimilisins.“ Þetta var snemma árs 2017 og Ari, mitt annað barn, rétt um sex mánaða. Nú eru uppskriftirnar yfir 140 talsins og ég er hvergi nærri hætt.“ Sjöfn segir að síða hjónanna hafi undið mjög hratt upp á sig fyrstu mánuðina. „Þá ákváðum við að stofna fyrirtæki í kringum þetta. Það hét upphaflega Petit Knitting. Þegar við höfðum svo náð miklum vinsældum hér heima tókum við þá ákvörðun að „re-branda.“ Okkur þótti mikilvægt að hafa nafn sem auðvelt væri fyrir fólk að muna og stafa. Eftir mikla hugmyndavinnu var nafnið STROFF ákveðið. Það er sterkt og stutt nafn og tengist prjónaskap. Einnig fannst okkur það fallegt í sjón. Við fengum besta hönnuðinn í lið með okkur, Guðrúnu Le Sage De-Fontenay en hún hannaði lógóið og litapallettuna okkar. Við sjáum ekki eftir þessari breytingu á nafninu.“ Sjöfn hefur prjónað frá 12 ára aldri.Eygló Gísla Vinsælustu uppskriftirnar eru án efa KÁRI barnapeysa og URÐUR oversized fullorðinspeysa. „Þetta eru þær uppskriftir sem hafa slegið rækilega í gegn á Íslandi. Einnig hafa flíkur úr UNA línunni okkar Sölku verið vinsælar, þá sérstaklega UNA krakkapeysa og UNA eyrnaband. Allar þessar uppskriftir eru einfaldar í framkvæmd og fljótprjónaðar.“ Hugsar um prjónaskapinn allan sólarhringinn Samfélagsmiðlar leiddu svo þær Sjöfn og Sölku Sól fyrst saman. „Stundum tekur lífið óvænta stefnu, góða óvænta stefnu í þessu tilfelli. Við Salka kynnumst í gegnum Instagram þegar hún var að taka sín fyrstu skref í prjónaheiminum. Hún var að prjóna eftir mig og ég fann bara að þarna var eitthvað, eitthvað eins og ég. Ég sagði við hana um daginn að ég hefði fundið prjónasálufélaga minn. Því ég þekki engan sem hellir sér jafnmikið og jafn kröftuglega í verkefnin eins og Salka og það hentaði mér svo vel því ég hugsa um uppskriftir, prjón og garn allan sólarhringinn. Ég er alltaf að fá hugmyndir og bölva því oft að vera ekki með fleiri hendur. Við erum jafn æstar í því sem við elskum að gera og erum alltaf með hausinn á fullu. Þú finnur ekki oft einhvern sem er jafn æstur og þú í svona sérhæfðu verkefni.“ View this post on Instagram Tvær handóðar í prjóninu ætla að gefa út nýja prjónabók fyrir jólin Bókin verður stútfull af uppskriftum, nýjum og gömlum, myndum og alls konar frábæru sem hver og einn prjónari verður að skoða Jólabókin í ár, ekki spurning! @eyglogisla @elinreynis A post shared by STROFF (@stroff.is) on Sep 10, 2020 at 3:50pm PDT „Viðbrögðin við uppskriftunum voru alveg ótrúleg og fram úr öllum okkar björtustu vonum. Sem gerði það að verkum að við leiddum hugann að bókaútgáfu. Hugmynd af bók var eitthvað sem við höfðum hugsað um en það var ekki fyrr en Kristján hjá Sögur útgáfa hafði samband og vildi vinna með okkur í því verkefni. Það kom aldrei hik á okkur enda eitthvað sem við höfðum sjálfar talað um en Kristján sparkaði í rassinn á okkur.“ Mikilvægt að allir fái tækifærið Það var mikilvægt fyrir Sjöfn að hafa uppskriftirnar á vefnum og í bókinni einfaldar, enda átti hún alltaf erfitt með það sjálf að fylgja uppskriftunum í byrjun. „Þessi bók inniheldur uppskriftir á mannamáli en það er það sem ég hef alltaf lagt mikla áherslu á. Uppskrift og uppskrift er ekki það sama. Ég veit að sem byrjandi, er erfitt að fara eftir uppskrift sem er uppfull af skammstöfunum og lingóum sem vanir prjónarar skilja en þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref skilja ekkert eða lítið. Mér finnst mikilvægt að allir fái tækifæri til þess að prjóna eftir uppskrift svo ég reyni að útskýra útfærslur og aðferðir vel og vandlega.“ Sjöfn segir að hún geri sér grein fyrir því að það sem henti einum henti ekki endilega öðrum svo ekki sé hægt að ná til allra, en þó til margra og þá sé markmiðinu náð. „Ég set inn hjálparlinka, myndbandsklippur af netinu, sem ég set með til þess að fá fólk til að skilja betur það sem ekki skilar sér í textum frá mér. Internetið er fullt af fróðleik og það er hægt að ná ansi langt með það að vopni til þess að koma sér í gegnum eina uppskrift.“ Una hin hamingjusama Sjöfn og Salka Sól hönnuðu saman prjónalínuna UNA og eru nú að gefa út bók með sama nafni.Eygló Gísla Prjónabókin er komin í forsölu en er væntanleg í verslanir 5. nóvember næstkomandi. „Í STROFF verzlun, Skipholti 25, færðu allt garnið í uppskriftirnar okkar, prjóna, tölur, nálar, prjónamerki og bara allt sem þarf til þess að prjóna flík. Einnig erum við með alls konar prjónatengda hluti eins og prjónatöskur, -veski, dúska, ullarsápur og fleira í þeim dúr. Við erum með Katia garn sem á uppruna sinn frá Spáni og svo erum við nýlega byrjuð að flytja inn ítalskt garn frá Lana Gatto sem er aldeilis að slá í gegn hjá prjónurum landsins. Hágæða garn á góðu verði.“ Þær ákváðu að selja bókina í forsölu á Stroff.is til að átta sig á eftirspurninni og getur fólk þar fengið bókina á 4.990 í stað 5.990. Forsalan hefur farið ótrúlega vel af stað en henni líkur þegar bókinni hefur verið dreift í STROFF og bókabúðir. Sjöfn segir að þeim vinkonum hafi gengið mjög vel að vinna bókina þrátt fyrir tímapressuna. „Við fengum ekki mikinn tíma en höfum unnið þetta af mikilli elju og dugnaði enda vinnum við Salka einstaklega vel saman. Svo erum við með svo frábært fólk í kringum okkur eins og mennina okkar, Eygló ljósmyndara, Kristján Frey hjá Sögum, Tótu bókahönnuð, Árna umbrotsmann og fleiri snillinga sem hafa aldeilis verið mikilvægir hlekkir í þessu ferli. Án þeirra hefði þetta aldrei orðið að veruleika, það er bara þannig.“ Sjöfn segir að bókin henti bæði byrjendum sem og lengra komnum. „Það eru nýjar uppskriftir í bland við gamlar og allt frá hundaflikum upp í flíkur á fullorðna. Svo er bókin stútfull af geggjuðum myndum eftir vinkonu okkar, Eygló Gísladóttur. UNA - nafnið á bókinni er upphaflega frá dóttur Sölku, Unu Lóu en svo er Una bara svo fallegt nafn, stutt og hnitmiðað og merkingin er falleg, hin hamingjusama. Bókin er full af hamingju, gleði og góðri orku.“ Tíska og hönnun Bókaútgáfa Prjónaskapur Tengdar fréttir Selma, Björk og Salka Sól setja á svið grínverk um konur Söng og leikkonurnar Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Eiðsdóttir sameina krafta sína og frumsýna nýtt grínverk í janúar. Þær munu allar leika og syngja í sýningunni. 9. september 2020 10:09 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
„Ég byrjaði að prjóna um 12 ára aldurinn. Það hafði engum tekist að kenna mér að prjóna þar sem ég er örvhent. En ein góð vinkona mömmu tók það verkefni að sér og niðurstaðan var mín fyrsta húfa og að sjálfsögðu upp úr kollinum á mér. Síðan þá hefur prjónaskapur alltaf legið vel fyrir mér,“ segir Sjöfn Kristjánsdóttir. Í dag rekur hún eigið prjónafyrirtæki og hefur prjónað hundruð prjónaflíka. Sjöfn gefur út sína fyrstu bók í byrjun nóvember, með tónlistarkonunni Sölku Sól Eyfeld. Bókin hefur titilinn Una, líkt og línan sem þær hönnuðu saman síðasta vetur. Unu línan var gefin út í samstarfi stroff.is og Sölku Sólar, en Sjöfn og Salka unnu hugmyndavinnuna og uppskriftirnar í sameiningu. Salka byrjaði að prjóna á meðgöngunni þegar hún átti von á dóttur sinni Unu en Sjöfn byrjaði að hanna prjónaflíkur fyrir nokkrum árum eftir hvatningu frá eiginmanninum. „Ég hef alltaf átt erfitt með að fylgja uppskriftum, bæði vegna þess að mér fannst þær torlesnar og óskiljanlegar og vegna þess að ég fann aldrei neitt sem hitti beint í mark. Það sem ég nýtti úr uppskriftum var þá lykkjufjöldi og lengd á flíkum. Þetta kom mér þó í vandræði því ég prjóna frekar fast og urðu mínar peysur alltaf of litlar miðað við uppgefna stærð í uppskriftum. Þá þurfti ég að fara að hugsa lengra, gera prjónfestuprufur og fara að spá aðeins meira í því út á hvað þetta gekk í raun og veru. Þegar ég var ólétt af öðru barni mínu sat ég og prjónaði mikið og var farin að hanna mínar eigin flíkur. Eitt kvöldið sagði Grétar við mig „Af hverju skrifar þú ekki þessar uppskriftir niður á blað?” Það fannst mér galin hugmynd í fyrstu en ákvað svo að láta á það reyna. Úr varð mín fyrsta uppskrift, DÖGG peysa.“ View this post on Instagram Fallegasta prjónabók í heimi er komin í forsölu á www.stroff.is Við Salka erum að sjálfsögðu að farast úr hamingju yfir þessu meistarastykki enda ekki á hverjum degi sem maður gefur út bók. 27 uppskriftir, geggjaðar myndir og gullfallegur gripur sem mun sóma sig vel á sófaborðinu Bókin kostar 4990,- í forsölu en verður á 5990,- þegar hún kemur í búðir. Áætlaður útgáfudagur er 5. nóvember. Gríptu eintak! Já eða eintök! Það má! A post shared by STROFF (@stroff.is) on Oct 13, 2020 at 5:37am PDT Sjá ekki eftir því að breyta nafninu Uppskriftir Sjafnar hafa verið mjög vinsælar síðustu ár og er hún nú byrjuð að selja uppskriftir í Þýskalandi líka. „Þegar þessi fyrsta uppskrift var komin á blað ákvað Grétar að opna vefsíðu og í upphafi var aðeins ein uppskrift þar inni. Markmiðið var nú bara að hafa þetta sem áhugamál og við hugsuðum alltaf „Æ það væri alveg ágætt að fá nokkra auka þúsund kalla á mánuði upp í rekstur heimilisins.“ Þetta var snemma árs 2017 og Ari, mitt annað barn, rétt um sex mánaða. Nú eru uppskriftirnar yfir 140 talsins og ég er hvergi nærri hætt.“ Sjöfn segir að síða hjónanna hafi undið mjög hratt upp á sig fyrstu mánuðina. „Þá ákváðum við að stofna fyrirtæki í kringum þetta. Það hét upphaflega Petit Knitting. Þegar við höfðum svo náð miklum vinsældum hér heima tókum við þá ákvörðun að „re-branda.“ Okkur þótti mikilvægt að hafa nafn sem auðvelt væri fyrir fólk að muna og stafa. Eftir mikla hugmyndavinnu var nafnið STROFF ákveðið. Það er sterkt og stutt nafn og tengist prjónaskap. Einnig fannst okkur það fallegt í sjón. Við fengum besta hönnuðinn í lið með okkur, Guðrúnu Le Sage De-Fontenay en hún hannaði lógóið og litapallettuna okkar. Við sjáum ekki eftir þessari breytingu á nafninu.“ Sjöfn hefur prjónað frá 12 ára aldri.Eygló Gísla Vinsælustu uppskriftirnar eru án efa KÁRI barnapeysa og URÐUR oversized fullorðinspeysa. „Þetta eru þær uppskriftir sem hafa slegið rækilega í gegn á Íslandi. Einnig hafa flíkur úr UNA línunni okkar Sölku verið vinsælar, þá sérstaklega UNA krakkapeysa og UNA eyrnaband. Allar þessar uppskriftir eru einfaldar í framkvæmd og fljótprjónaðar.“ Hugsar um prjónaskapinn allan sólarhringinn Samfélagsmiðlar leiddu svo þær Sjöfn og Sölku Sól fyrst saman. „Stundum tekur lífið óvænta stefnu, góða óvænta stefnu í þessu tilfelli. Við Salka kynnumst í gegnum Instagram þegar hún var að taka sín fyrstu skref í prjónaheiminum. Hún var að prjóna eftir mig og ég fann bara að þarna var eitthvað, eitthvað eins og ég. Ég sagði við hana um daginn að ég hefði fundið prjónasálufélaga minn. Því ég þekki engan sem hellir sér jafnmikið og jafn kröftuglega í verkefnin eins og Salka og það hentaði mér svo vel því ég hugsa um uppskriftir, prjón og garn allan sólarhringinn. Ég er alltaf að fá hugmyndir og bölva því oft að vera ekki með fleiri hendur. Við erum jafn æstar í því sem við elskum að gera og erum alltaf með hausinn á fullu. Þú finnur ekki oft einhvern sem er jafn æstur og þú í svona sérhæfðu verkefni.“ View this post on Instagram Tvær handóðar í prjóninu ætla að gefa út nýja prjónabók fyrir jólin Bókin verður stútfull af uppskriftum, nýjum og gömlum, myndum og alls konar frábæru sem hver og einn prjónari verður að skoða Jólabókin í ár, ekki spurning! @eyglogisla @elinreynis A post shared by STROFF (@stroff.is) on Sep 10, 2020 at 3:50pm PDT „Viðbrögðin við uppskriftunum voru alveg ótrúleg og fram úr öllum okkar björtustu vonum. Sem gerði það að verkum að við leiddum hugann að bókaútgáfu. Hugmynd af bók var eitthvað sem við höfðum hugsað um en það var ekki fyrr en Kristján hjá Sögur útgáfa hafði samband og vildi vinna með okkur í því verkefni. Það kom aldrei hik á okkur enda eitthvað sem við höfðum sjálfar talað um en Kristján sparkaði í rassinn á okkur.“ Mikilvægt að allir fái tækifærið Það var mikilvægt fyrir Sjöfn að hafa uppskriftirnar á vefnum og í bókinni einfaldar, enda átti hún alltaf erfitt með það sjálf að fylgja uppskriftunum í byrjun. „Þessi bók inniheldur uppskriftir á mannamáli en það er það sem ég hef alltaf lagt mikla áherslu á. Uppskrift og uppskrift er ekki það sama. Ég veit að sem byrjandi, er erfitt að fara eftir uppskrift sem er uppfull af skammstöfunum og lingóum sem vanir prjónarar skilja en þeir sem eru að stíga sín fyrstu skref skilja ekkert eða lítið. Mér finnst mikilvægt að allir fái tækifæri til þess að prjóna eftir uppskrift svo ég reyni að útskýra útfærslur og aðferðir vel og vandlega.“ Sjöfn segir að hún geri sér grein fyrir því að það sem henti einum henti ekki endilega öðrum svo ekki sé hægt að ná til allra, en þó til margra og þá sé markmiðinu náð. „Ég set inn hjálparlinka, myndbandsklippur af netinu, sem ég set með til þess að fá fólk til að skilja betur það sem ekki skilar sér í textum frá mér. Internetið er fullt af fróðleik og það er hægt að ná ansi langt með það að vopni til þess að koma sér í gegnum eina uppskrift.“ Una hin hamingjusama Sjöfn og Salka Sól hönnuðu saman prjónalínuna UNA og eru nú að gefa út bók með sama nafni.Eygló Gísla Prjónabókin er komin í forsölu en er væntanleg í verslanir 5. nóvember næstkomandi. „Í STROFF verzlun, Skipholti 25, færðu allt garnið í uppskriftirnar okkar, prjóna, tölur, nálar, prjónamerki og bara allt sem þarf til þess að prjóna flík. Einnig erum við með alls konar prjónatengda hluti eins og prjónatöskur, -veski, dúska, ullarsápur og fleira í þeim dúr. Við erum með Katia garn sem á uppruna sinn frá Spáni og svo erum við nýlega byrjuð að flytja inn ítalskt garn frá Lana Gatto sem er aldeilis að slá í gegn hjá prjónurum landsins. Hágæða garn á góðu verði.“ Þær ákváðu að selja bókina í forsölu á Stroff.is til að átta sig á eftirspurninni og getur fólk þar fengið bókina á 4.990 í stað 5.990. Forsalan hefur farið ótrúlega vel af stað en henni líkur þegar bókinni hefur verið dreift í STROFF og bókabúðir. Sjöfn segir að þeim vinkonum hafi gengið mjög vel að vinna bókina þrátt fyrir tímapressuna. „Við fengum ekki mikinn tíma en höfum unnið þetta af mikilli elju og dugnaði enda vinnum við Salka einstaklega vel saman. Svo erum við með svo frábært fólk í kringum okkur eins og mennina okkar, Eygló ljósmyndara, Kristján Frey hjá Sögum, Tótu bókahönnuð, Árna umbrotsmann og fleiri snillinga sem hafa aldeilis verið mikilvægir hlekkir í þessu ferli. Án þeirra hefði þetta aldrei orðið að veruleika, það er bara þannig.“ Sjöfn segir að bókin henti bæði byrjendum sem og lengra komnum. „Það eru nýjar uppskriftir í bland við gamlar og allt frá hundaflikum upp í flíkur á fullorðna. Svo er bókin stútfull af geggjuðum myndum eftir vinkonu okkar, Eygló Gísladóttur. UNA - nafnið á bókinni er upphaflega frá dóttur Sölku, Unu Lóu en svo er Una bara svo fallegt nafn, stutt og hnitmiðað og merkingin er falleg, hin hamingjusama. Bókin er full af hamingju, gleði og góðri orku.“
Tíska og hönnun Bókaútgáfa Prjónaskapur Tengdar fréttir Selma, Björk og Salka Sól setja á svið grínverk um konur Söng og leikkonurnar Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Eiðsdóttir sameina krafta sína og frumsýna nýtt grínverk í janúar. Þær munu allar leika og syngja í sýningunni. 9. september 2020 10:09 „Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30 Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Selma, Björk og Salka Sól setja á svið grínverk um konur Söng og leikkonurnar Selma Björnsdóttir, Salka Sól Eyfeld og Björk Eiðsdóttir sameina krafta sína og frumsýna nýtt grínverk í janúar. Þær munu allar leika og syngja í sýningunni. 9. september 2020 10:09
„Af hverju er ég svona léleg í þessu?“ Tónlistarkonan Salka Sól ræddi fæðingu sína og fyrstu mánuðina sem móðir nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þátturinn kom inn á Vísi og helstu streymisveitur í dag og þar segir Salka Sól á einlægan og hreinskilin hátt frá þessari mögnuðu lífsreynslu. 13. ágúst 2020 09:30
Áttu skilið að eignast svona draumadís Salka Sól var gestur í sérstökum aukaþætti af hlaðvarpinu Kviknar þar sem hún ræddi meðal annars um ófrjósemi. 11. mars 2020 15:30