Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2020 09:42 Frá vettvangi í Albertslund í morgun. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Sjá meira
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52