„Tíminn var að renna út og við urðum að ná honum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. október 2020 11:53 Kettlingurinn hafði komið sér í þrönga stöðu. Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“ Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira
Hann var heppinn, kettlingur litli, sem hafði hreiðrað um sig í hlöðnum vegg í Norðurbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi, að hópur kattaáhugamanna vissi af því að hann væri á svæðinu. Eftir mikla leit í kapphlaupi við næturkuldann tókst að finna kettlinginn og koma honum í öruggt skjól áður en kuldinn skall á. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir var ein af þeim sem hóf leit að kettlingnum en hún er hluti af samtökum sem kalla sig Villikettir, markmið þeirra er að koma villiköttum til hjálpar. Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að neðan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu.Á myndbandi sem hún birti á Facebook, og sjá má hér að ofan má sjá hvernig henni og tveimur öðrum dýrabjörgunarmönnum tókst að grafa kettlinginn úr veggnum, og koma honum í skjól. Eins og sjá má var kötturinn í þröngri stöðu. „Þetta var spurning um líf og dauða fyrir kisa því einn úti hefði hann ekki lifað nóttina af vegna kulda,“ skrifar hún á Facebook. Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Aðalheiður Millý Steindórsdóttir kom að björguninni.Úr einkasafni Í samtali við Vísi segir Millý að þær stöllur hafi vitað af kettlingnum, sem er um fimm til sex vikna gamall, á svæði í Norðurbænum þar sem sést hafi til læðu með þrjá kettlinga. Búið var að koma læðunni og tveimur kettlingum í skjól, en þann þriðja vantaði. „Það var farið að kólna, tíminn var að renna út og við urðum að ná honum,“ segir Millý. Því var brugðið á það ráð að manna vaktir til ganga um umrætt svæði í Norðurbænum til þess að finna og koma kettlingnum í skjól. „Við vorum þarna tvær upp úr ellefu í gærkvöldi á þessu svæði labbandi með vasaljós og lýsandi inn í hlaðinn hraunvegg. Það var bara fyrir tilviljun að hún Margrét Sif tók eftir kettlingi þar inn í,“ segir Millý en með í för var Margrét Sif Sigurðardóttir. Þær kölluðu til Helgu Óskarsdóttur og hófust þær þrjár handa við að finna út hvernig hægt væri að koma kettlingnum út úr veggnum. Kettlingnum varð ekki meint af bröltinu. „Við þurftum að breiða teppi yfir vegginn svo að hann gæti ekki skotist neins staðar frá. Svo var bara eina leiðin að losa fullt af grjóti til að ná honum út. Hann var alveg snarbrjálaður enda skíthræddur við þessa mannverur. Við náðum honum, vöfðum honum inn í teppi og svo var bara farið með hann inn í búr og farið með hann inn í hús þar sem kona er að fóstra kettlinga.“ Kettlingurinn fékk volga mjólk og braggaðist hann fljótlega eftir að hann komst inn í hlýjuna og hitti systkini sín og móður á nýjan leik. Forsjáin greinilega í liði með þessum litla kettlingi. „Það er í raun og veru bara ótrúleg heppni að við höfum verið þarna inn á þessum parti að lýsa inn í þennan hlaðna vegg.“
Dýr Hafnarfjörður Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Fleiri fréttir Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Sjá meira