Segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva Nadine Guðrún Yaghi skrifar 20. október 2020 12:03 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eftir ríkisstjórnarfund í morgun. Vísir/vilhelm Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi með opnun líkamsræktarstöðva. Í gær var töluverð óvissa uppi um hvernig starfsemi líkamsræktarstöðva skuli háttað. Sóttvarnalæknir lagði það til í minnisblaði sínu til ráðherra að stöðvarnar yrðu áfram lokaðar. Ráðherra heimilaði hins vegar opnun þeirra í nýju reglugerðinni, að uppfylltum ströngum skilyrðum. „Þetta snýst um það að [Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknis] leggur til að heimila ákveðna starfsemi eins og jóga og krossfitt í bókuðum tímum þar sem að eru innan við tuttugu manns og tveir metrar á milli og það er hægt að hreinsa búnað á milli og svo framvegis. Og vegna jafnræðisreglu er ekki hægt að heimila það hjá einum rekstraraðila en ekki hjá öðrum,“ segir Svandís. Tillögur sóttvarnalæknis varðandi íþróttastarf og líkamsræktarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Þessi afar takmarkaða starfsemi verði því heimil hjá líkamsræktarstöðvum, eins og hjá öðrum aðilum sem veita þessa þjónustu. „Við Þórólfur höfum farið yfir þetta og það er algjörlega sameiginlegur skilningur á því eins og það er núna,“ segir Svandís. Eruð þið að láta undan einhvers konar þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum? „Nei, við erum ekki að því. Staðan er í raun og veru sú að eftir því sem þessi faraldur heldur áfram þá þurfum við að gæta betur að spurningum um meðalhóf og jafnræði því þarna erum við að fara með viðkvæmt opinbert vald og þá þurfum við að gæta samræmis,“ segir Svandís. Hún sé hins vegar sammála því að reglurnar þurfi að vera skýrar. „Og ég held að það sé okkar verkefni í næstu skrefum að hafa reglurnar eins skýrar og fáar og hægt er og það er meðal annars það sem við Þórólfur munum ræða í dag,“ segir Svandís.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57 „Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08 Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir hafa tekið gildi Tveggja metra nándarregla hefur nú gengið í gildi um allt land. 20. október 2020 06:57
„Reglurnar þurfa að vera miklu skýrari“ Hrafnhildur Arnardóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Greiðunnar, segir mikinn skort á upplýsingagjöf til rekstraraðila sem hafa þurft að loka vegna samkomutakmarkana. 19. október 2020 23:08
Stefna á að opna þrátt fyrir misvísandi fyrirmæli Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið hyggjast hefja starfsemi á ný á morgun, innan þess ramma sem kveðið er á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf sem taka á gildi í fyrramálið. 19. október 2020 15:14