Valgeir Valgeirsson byrjar af krafti með B-liði enska liðsins Brentford en hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið í kvöld.
Liðið mætti Hendon FC á útivelli í 2. umferð Lundúnarbikarsins en Valgeir verður á láni hjá B-liði Brentford út tímabilið.
Það tók Valgeir einungis fimm mínútur að leggja upp mark og tíu mínútum skoraði HK-ingurinn sitt fyrsta mark fyrir félagið. Draumabyrjun hins unga.
Valgeir var ekki hættur því hann skoraði einnig sjötta mark Brentoord í leiknum en lokatölurnar urðu 6-2. Tvö mörk og stoðsending í fyrsta leik Valgeirs.
FULL-TIME: @HendonFC 2 #BrentfordB 6
— Brentford FC (@BrentfordFC) October 20, 2020
The young Bees progress to the next round of the @LondonFA Senior Cup with an impressive win.#BrentfordFC pic.twitter.com/zaHuwjZLQn