Lögregla segir Madsen hafa fengið aðstoð við flóttann Atli Ísleifsson skrifar 21. október 2020 10:19 Peter Madsen var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stutta stund á flótta. AP Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Lögregla í Danmörku segir að danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hafi notið aðstoðar eins eða fleiri í flóttatilraun sinni úr Herstevester-fangelsinu vestur af Kaupmannahöfn í gær. Danskir fjölmiðlar greina frá þessu í morgun en Madsen hefur nú verið ákærður fyrir flóttatilraunina, auk þess að hafa hótað starfsmönnum fangelsisins, almennum borgunum og lögreglu. Í ákæru kemur meðal annars fram að Madsen hafi fengið aðstoð frá einum eða fleiri aðilum við skipulagningu og framkvæmd flóttans. Hann var handtekinn nokkru frá fangelsinu eftir stuttan tíma á flótta. Madsen á að hafa hótað sálfræðingi sem starfar við fangelsið og tveimur fangavörðum með byssu, sem reyndist ekki vera ekta, og sömuleiðis sagðist hann vera með sprengiefni í belti, en það reyndist heldur ekki vera ekta. Hann er sömuleiðis ákærður fyrir að hafa hótað almennum borgara þegar hann settist inn í hvítan vörubíl og hrópað að bílstjóranum: „Keyrðu, keyrðu, keyrðu. Annars skýt ég þig.“ Madsen játaði sök í öllum ákæruliðum í morgun. Dómarar hafa ákveðið að málið verði rekið fyrir luktum dyrum þar sem meðverkamenn Madsen gangi enn lausir. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Hann hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Uppfært kl 10:30: BT greinir frá því að Madsen hafi verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12 Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09 Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Madsen var með gervisprengjubelti Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. 20. október 2020 20:12
Tók sálfræðing í gíslingu í flóttatilrauninni Danski uppfinningamaðurinn og morðinginn Peter Madsen á að hafa tekið starfsmann Herstedvester-fangelsins – kvenkyns sálfræðing – í gíslingu er hann reyndi að flýja úr fangelsinu í morgun. 20. október 2020 12:09
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42