Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 12:30 Sjö leikmenn Vals eru með landsliðinu í Svíþjóð og því fámennt á æfingum á Hlíðarenda þessa dagana, þar sem þar að auki þarf að fylgja ströngum sóttvarnareglum. vísir/vilhelm Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir. Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir.
Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Fleiri fréttir „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Varamaðurinn reddaði málunum fyrir Frey í blálokin Elías Rafn lokaði markinu og Midtjylland í frábærum málum Ný dýrasta knattspyrnukona heims Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Sjá meira