Zidane axlar ábyrgð á sögulega slæmum fyrri hálfleik Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 07:31 Zinedine Zidane klórar sér í kollinum á leiknum gegn Shaktar í gær. Getty/David S. Bustamante Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“ Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Real Madrid átti sinn versta fyrri hálfleik í fimmtán ár í Meistaradeild Evrópu þegar liðið tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk í gær, 3-2. Real var á heimavelli og Shaktar án tíu leikmanna vegna kórónuveirusmita og meiðsla, en engu að síður komst Shaktar í 3-0 í fyrri hálfleiknum. Real minnkaði muninn í þeim seinni en varð að sætta sig við tap í síðasta leiknum fyrir El Clásico í spænsku deildinni um helgina. Þjálfari Spánarmeistaranna, Zinedine Zidane, sagði tapið vera á sína ábyrgð: „Þetta var slæmt. Fyrri hálfleikurinn… Ekki kannski hjá leikmönnum – það eru þeir sem eru úti á velli og sjá um að hlaupa. En ég sá ekki þá liðsframmistöðu sem ég vildi sjá og þegar það gerist þá er það þjálfaranum að kenna. Við náðum þó að minnsta kosti að svara aðeins fyrir okkur í seinni hálfleik því þeir [leikmenn Real] áttu þetta ekki skilið. Þeir eru meistarar og þetta angrar mig. Ég er ábyrgur og þarf að finna lausnir því þetta má ekki gerast. Ég mun vinna í því núna. Það eru þeir sem eru úti á vellinum og þeir þurfa lausnir,“ sagði Zidane. 3 - Real Madrid have conceded three first half goals in a Champions League match for the first time since September 2005 vs Lyon, while this is the first time it has happened at home in the competition since February 2000 vs Bayern Munich. Shocker. pic.twitter.com/B5gCvaaDGF— OptaJoe (@OptaJoe) October 21, 2020 Madridingar þurfa eins og fyrr segir að vera fljótir að hrista af sér tapið því leikurinn við Barcelona er á laugardag. „Við sjáum til hvað gerist. Við verðum að skoða hvað fór úrskeiðis í þessum leik og byrja að undirbúa okkur fyrir þann næsta. Við vitum að það er stutt í hann en við sjáum til hvað gerist á laugardaginn.“
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Tengdar fréttir Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Enski boltinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fulham - Chelsea | Mikið í húfi í Lundúnaslag Í beinni: Ipswich - Arsenal | Búnir að stimpla sig út? Í beinni: Man. Utd - Wolves | Tvítugur nýliði byrjar hjá United Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Real tapaði á heimavelli gegn löskuðu Shaktar liði Real Madrid tapaði 3-2 fyrir Shaktar Donetsk á heimavelli í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. Átta leikmenn vantaði í liði Shaktar vegna kórónuveirunnar. 21. október 2020 18:50