Nær öll nöfn þurrkuð út úr framburði Maxwell um Epstein Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2020 16:47 Maxwell á mynd með Epstein á veggspjaldi sem bandarískir saksóknarar sýndu þegar þeir lögðu fram ákærur á hendur henni í sumar. AP/John Minchillo Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Búið var að má út nær öll nöfn úr framburði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, þegar hann var gerður opinber í dag. Maxwell hafnaði því að hafa hjálpað Epstein og Andrési Bretaprins að finna hjásvæfur undir lögaldri. Svæðisdómari í Bandaríkjunum úrskurðaði að birta mætti vitnisburð Maxwell þegar hún var yfirheyrð árið 2016. Hann var gerður opinber í dag en búið var að strika yfir nær öll nöfn nema Epstein og Andrésar prins. Maxwell sótti það fast að koma í veg fyrir að framburður hennar yrði gerður opinber. Maxwell er ákærð fyrir að hafa hjálpað Epstein að finna og búa ungar stúlkur, allt niður í fjórtán ára gamlar, undir að taka þátt í ólöglegum kynlífsathöfnum sem hún hafi sjálf stundum tekið þátt í. Hún er einnig sökuð um meinsæri í framburði sínum í einkamáli sem kona sem segist hafa verið fórnarlamb Epstein höfðaði gegn henni. Hún neitar sök en hefur verið í varðhaldi frá því í júlí. Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í fyrra þegar hann var ákærður fyrir mansal og misnotkun. Hafnaði Maxwell því eiðsvarin fyrir fjórum árum að hafa orðið vitni að „óviðeigandi athöfnum með fólki undir lögaldri“. Sakaði hún Viriginu Giuffre, konuna sem sakaði Epstein um að misnota sig með aðstoð Maxwell þegar hún var táningur, um að ljúga upp á sig. „Ég hef aldrei nokkurn tímann á nokkurri stundu tekið þátt í neinu með Virginiu og Jeffrey. Svo þess sé getið þá er hún alger fullkominn lygari,“ sagði Maxwell í framburði sínu. Vék hún sér ítrekað undan því að gefa skýr svör um kynferðisleg athæfi Epstein og samskipti við Giuffre og aðrar ungar konur eða unglinga. David Boies og Sigrid McCawley, lögmenn Giuffre fögnuðu birtingu framburðar Maxwell í dag og fullyrtu að brátt yrði ljóst hvers vegna hún og aðrir sem hafi liðkað fyrir glæpum Epstein hafi barist svo hart fyrir því að halda framburðinum leyndum, að því er segir í frétt New York Times.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06 Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fleiri fréttir Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Sjá meira
Vitnisburður Ghislaine Maxwell gerður opinber Áfrýjunardómstóll í New York-ríki telur almenning eiga rétt á því að vitnisburður Ghislaine Maxell, samverkakonu og fyrrverandi kærustu auðkýfingsins Jeffrey Epstein, verði gerður opinber. 19. október 2020 22:06
Reyna að koma í veg fyrir opinberun gagna í gömlu máli gegn Epstein Lögmenn bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell, sem hefur verið ákærð fyrir að aðstoða barnaníðinginn Jeffrey Epstein við mansal, segja ekki hægt að opinbera það sem hún sagði í vitnaleiðslu árið 2016. 21. ágúst 2020 08:29