Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.
Kvöldfréttir hefjast á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis á slaginu 18:30.

Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá fer Kristján Már, fréttamaður okkar, að Krýsuvíkurbjargi þar sem stórar bergfyllur hrundu og nýjar sprungur opnuðust á bjargbrúninni í stóra jarðskjálftanum í fyrradag.

Fréttamaður okkar í Danmörku fer yfir stöðuna í Danmörku þar sem hátt í átta hundruð greindust með veiruna í gær. Einnig teljum við niður í síðustu kappræður Trump og Biden í kvöld.

Þá veltum við fyrir okkur hvað sé hægt að gera með börnunum í haustfríi í höfuðborginni - þegar allt er lokað og lægðir hrúgast yfir borgina. Það getur drengur í 4. bekk sagt okkur sem ætlar að nýta sér ýmis konar rafræna skemmtun næstu dagana.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×