Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2020 18:16 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug. Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. Talsverð reiði braust út á samfélagsmiðlum í gær vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Fyrirmæli hafa verið send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum. Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata sem hann segir stimpla alla lögreglumenn sem kynþáttahatara. Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. „Það er mikilvægt að lögreglan sé ekki merkt með neinum hætti sem gefur eitthvað til kynna að þau séu ekki til þjónustu fyrir alla þá sem hér búa. Og það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og það verður gert, hvort sem þörf er á aukinni fræðslu eða menntun eða annað,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar. „En þetta hefur kannski opnað augu margra fyrir hvað tákn merkja, hvaða skilaboð þau gefa og hvað þau þýða fyrir annað fólk sem lögreglan er að þjóna,“ segir Áslaug. Tákn sem þessi hafi ekki verið mikið til umræðu hérlendis en með fjölbreyttara samfélagi þurfi að taka tillit til mismunandi túlkanna. En finnst þér umræðan hafa verið óvægin? „Já auðvitað tel ég ekki að það sé grasserandi kynþáttahyggja innan lögreglunnar hér á landi en ég tel aftur á móti að við þurfum alltaf að læra af þessu því við munum alltaf fordæma hvers konar haturstákn eða orðræðu sem upp kemur og við getum lært af þessu og skilið hvernig fólk upplifir þessi tákn og hvað þau merkja,“ segir Áslaug.
Lögreglan Kynþáttafordómar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15 Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Umdeildu fánarnir eiga hver sína sögu Mikil umræða hefur kviknað og reiði blossað upp vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu að störfum með þrjá fána á vesti sínu. Tveir fánanna hafa verið tengdir við hatursorðræðu. 22. október 2020 15:15
Blöskrar ummæli þingmanns og merkir engan rasisma Formaður lögreglufélags Reykjavíkur segir að hljóðið sé þungt í lögreglumönnum vegna ummæla þingmanns Pírata eftir að fánamerki tengd öfgaskoðunum á búningi lögreglukonu fóru í dreifingu í gær. Þingmaðurinn ætti jafnvel að segja af sér. 22. október 2020 11:58