Erfitt að koma því í nógu sterk orð hvað myndin er ljót Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. október 2020 11:49 Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór. Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Allir lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu eru búnir að fjarlægja persónulegar merkingar af búningi sínum að sögn yfirlögregluþjóns. Hann er sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hefur þróast. Talsverð reiði hefur birts á samfélagsmiðlum síðustu daga vegna myndar sem sýnir íslenska lögreglukonu með fána á undirvesti sínu sem haldið hefur verið fram að tengist hatursorðræðu. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn segist sorgmæddur yfir því hvernig umræðan um málið hafi þróast. Honum blöskrar myndir og ummæli sem hann hafi séð á samfélagsmiðlum. „Undiraldan í málflutningi er að það sé útbreitt kynþáttahatur innan lögreglunnar sem lögreglumenn eru algjörlega ósammála að sé. Sumt af þessu sem maður hefur séð er afar sorglegt,“ segir Ásgeir Þór. Í gær hafi hann fengið sent til sín skjáskot af mynd af fimm lögreglukonum þar sem búið var að setja á þær hettu sem gefur til kynna að þær tilheyri samtökunum Ku klux klan. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en síðan Íslenskir meistarar deildi henni fyrst. Myndin var fljótlega tekin út af Pírataspjallinu. Myndinni var deilt á facebook-hópnum Pírataspjallið en var fljótlega tekin út. Mikil reiði sé meðal lögreglumanna vegna myndarinnar og segir Ásgeir hana svo ljóta að erfitt sé að koma því í nógu sterk orð. „Að sjálfsögðu er reiði vegna þessarar myndar. Sumir myndu nú álíta að þessi afskræming á myndinni félli innan skilgreiningar hatursorðræðu. Svo ljót er þessi mynd,“ segir Ásgeir. Allir hefðu mátt vanda sig betur í viðbrögðum við málinu. Þá tekur hann fram að rasismi sé ekki úrbreiddur innan lögreglunnar. Lögreglumenn hafi fengið mikla menntun um rasisma og fjölmenningu í grunnnáminu og þá hafi ýmsilegt annað verið gert til að fræða lögreglumenn um þessi mál. Fyrirmæli voru send á alla lögreglumenn að fjarlægja persónulegar merkingar af vestum sínum eftir að málið kom upp. „Ég treysti mer til að fullyrða það ef þú myndir renna niður vestinu hjá hverjum einasta lögreglumanni á höfuðborgarsvæðinu þá finnur þú ekkert merki,“ segir Ásgeir Þór.
Lögreglan Tengdar fréttir Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35 Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16 Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Sjá meira
Biggi lögga telur fánamálið geta styrkt lögregluna Lögreglumaðurinn Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, telur að fánamálið svokallaða sem upp kom hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í vikunni geti styrkt lögregluna til framtíðar. 23. október 2020 10:35
Kynþáttafordómar séu ekki ríkjandi innan lögreglunnar en fánamálinu verði fylgt eftir Dómsmálaráðherra segir að haturstákn séu ekki liðin innan lögreglunnar. Fánamálinu svokallaða verði fylgt eftir með aukinni fræðslu eða menntun lögreglumanna. 22. október 2020 18:16
Óskar eftir fundi í allsherjar- og menntamálanefnd um rasisma innan lögreglunnar „Ég mun óska eftir því að allsherjar- og menntamálanefnd taki þetta mál fyrir á fundi og ræði við fulltrúa lögreglunnar um rasisma innan lögreglunnar og aðferðir til þess að sporna við honum,“ sagði Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, á Alþingi í dag. 21. október 2020 15:30