Leggur til að valkvæðum skurðaðgerðum verði frestað Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 17:39 Alma Möller landlæknir mun leggja það til við heilbrigðisráðherra að valkvæðum skurðaðgerðum, bæði á sjúkrahúsum og á einkareknum stofum, verð frestað til að minnka álag á spítalanum. Vísir/Vilhelm Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Á upplýsingafundi almannavarna í dag kvaðst Alma Möller, landlæknir, ætla að leggja það til við heilbrigðisráðherra síðar í dag að valkvæðum skurðaðgerðum sem leitt gætu til spítalainnlagnar yrði frestað. Forstjóri Landspítalans sendi erindi til landlæknis um tvö leitið í dag þar sem hann biðlar til landlæknis að leggja þetta til við ráðherra. Hún segir að um neyðarúrræði sé að ræða líkt og var í vetur. „Það er til að minnka hugsanlegt álag á spítalann sem getur hlotist af aðgerðum. Þannig að ég mun núna síðdegis leggja þetta til við ráðherra að fresta ífarandi aðgerðum, skurðaðgerðum og greiningarskoðunum frá og með þriðjudeginum næstkomandi, 27. október, og í um það bil tvær vikur,“ segir Alma D. Möller, landlæknir, í samtali við fréttastofu. Um sé að ræða skurðaðgerðir sem geti beðið í allt að átta vikur, líkt og gert var í vetur, og á þetta bæði við um aðgerðir innan og utan spítalans. „Við erum að tala um bæði aðgerðir á spítalanum og utan hans, bæði í einkareknu- og opinberu kerfi, vegna þess að aðgerðir sem eru framkvæmdar utan Landspítala geta í stöku tilfellum leitt til innlagnar þangað,“ sagði Alma. Þetta eigi hins vegar ekki við um bráðaaðgerðir. „Þetta á einungis við aðgerðir sem geta beðið og þá er mat skurðlæknis í hverju einasta tilfelli þannig að hér er bara um að ræða aðgerðir sem geta beðið án þess að sjúklingurinn hljóti skaða af. Allar bráðaaðgerðir á að gera,“ sagði Alma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19 Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01 Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Sjá meira
Hafa rakið 77 smit til hópsýkingar á Landakoti Alls hafa 49 skjólstæðingar Landakots, Reykjalundar og Sólvalla á Eyrarbakka greinst með Covid-19 í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. 25. október 2020 15:19
Mörg smit hjá viðkvæmum hópum hefðu alvarlegar afleiðingar Á fimmta tug sjúklinga hefur smitast af kórónuveirunni á heilbrigðisstofnunum síðustu daga. Sóttvarnalæknir segir að fjölgun smitaðra geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heilbrigðiskerfið. 25. október 2020 12:01
Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst á Landakoti Þrír sjúklingar til viðbótar hafa greinst smitaðir af Covid-19 á Landakoti við þá tuttugu og sex sem greindust í dag. Forstjóri Landspítalans segir stöðuna alvarlega en spítalann undirbúinn fyrir hópsýkingu af þessum toga. 24. október 2020 18:53