Heimsmeistararnir leiddust í mark í lokagrein heimsleikanna í CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2020 07:16 Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey kom hönd í hönd í markið í síðustu greinni. Twitter/@CrossFitGames Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020 CrossFit Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sjá meira
Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey unnu bæði yfirburðasigur á heimsleikunum í CrossFit í gær og héldu því glæsilegri sigurgöngu sinni áfram. Mathew Fraser var að vinna sinn fimmta heimsmeistaratitil í röð í karlaflokki og Tia-Clair Toomey vann sinn fjórða heimsmeistaratitil í röð í kvennaflokki. Þau Fraser og Toomey voru bæði hins vegar búin að tryggja sér heimsmeistaratitilinn fyrir síðustu greinina og tóku þá ákvörðun að klára hana hlið við hlið. Heimsmeistararnir leiddust því yfir marklínuna í lokagrein heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan má sjá þau koma í mark í síðusutu greininni á þessum þremur svakalega erfiðu og krefjandi dögum. View this post on Instagram #hwpo Link in bio, but you already know the story. #NotSlipping ___ #morningchalkup #crossfitgames #crossfit #crossfitgames2020 #2020crossfitgames #CFGames2020 A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) on Oct 25, 2020 at 7:24pm PDT Mathew Fraser og Tia-Clair Toomey æfðu saman í aðdraganda heimsleikanna og nutu greinilega góðs af því þar sem enginn átti möguleika í þau. Þau studdu líka við bakið á hvoru öðru alla keppnina. Tia-Clair Toomey fékk alls 1025 stig eða 360 stigum meira en Katrín Tanja Davíðsdóttir sem tók annað sætið í keppninni. Toomey vann alls níu greinar af tólf. Mathew Fraser fékk alls 1150 stig eða 545 stigum meira en næsti maður sem var Samuel Kwant. Fraser vann alls tíu greinar af tólf. Lokagreinin var rosalega erfið eins og Dave Castro hjá CrossFit var búinn að auglýsa því keppendur þurftu þá að hlaupa og gera alls konar erfiðar æfingar með þyngingarvestum en það tók þá um fimmtíu mínútur að klára hana. Mathew Fraser vann lokagreinina í karlaflokki en Tia-Clair Toomey varð þriðja hjá konunum á eftir Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Kari Pearce. The hardest test in CrossFit Games history is complete. There are no more questions. For the fourth-consecutive time, @TiaToomey is the Fittest Woman on Earth.And for the fifth-consecutive time, @MathewFras is the Fittest Man on Earth. Name a better duo. pic.twitter.com/FRVY4gD5Uz— The CrossFit Games (@CrossFitGames) October 25, 2020
CrossFit Mest lesið Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Sport Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Fleiri fréttir Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Sinner fagnaði sigri á Wimbledon Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á U20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sjá meira