Mikilvægt að efla sameiginlegar norrænar almannavarnir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2020 11:29 Oddný Harðardóttir er varaforseti Norðurlandaráðs. Vísir/Vilhelm Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra: Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Til stóð að setja stærsta pólitíska fund ársins á Norðurlöndunum í Hörpu í dag. Hátt í eitt þúsund þingmenn, ráðherrar og aðrir gestir voru væntanlegir til landsins á þing Norðurlandaráðs en dagskráin verður heldur umfangsminni sökum faraldursins. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti ráðsins, segir að fundirnir verðir rafrænir í ár og hefur fimmtán manna forsætisnefnd verið falið að afgreiða praktísk mál, líkt og að skipa forseta ráðsins fyrir næsta ár. Stærsti viðburður þingsins verða opnar umræður með Atonio Guterres aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu Þjóðanna. Fundurinn, sem hefst klukkan sex á morgun, fer fram í gegnum netið og taka forsætisráðherrar Norðurlandanna og forsætisnefndin meðal annars þátt. Að sögn Oddnýjar stendur einna helst til að ræða heimsfaraldurinn og loftslagsmál. Þá verða verðlaun Norðurlandaráðs einnig afhent í Hörpu í morgun. Ekki verða gestir í salnum en afhendingunni verður sjónvarpað. Antonio Guterres, yfirmaður Flóttamannastofnunnar Sameinuðu þjóðanna.Vísir/EPA Oddný segir almannavarnir rauða þráðinn á fundinum í ár og hafa ráðherrar sem sjá um þann málaflokk í hverju ríki verið boðaðir á fundi. „Við ætlum að ræða hvernig við hefðum mátt starfa betur saman. Við samþykktum í fyrra stefnu í samfélagsöryggismálum og það var ekki búið að innleiða hana þegar heimsfaraldurinn skellur á. Þannig við munum tala mjög ákveðið fyrir henni,“ segir Oddný. „Það er mjög mikilvægt norrænu ríkin standi saman þegar hætta steðjar að og að við séum tilbúin með ferla um hvernig eigi að bregðast við henni. Þar má nefnda netógnir, matvælaöryggi, ofsafengna veðráttu og náttúruhamfarir.“ Hér að neðan má lesa stefnu Norðurlandaráðs um samfélagsöryggi sem samþykkt var í fyrra:
Alþingi Utanríkismál Almannavarnir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira