Til skoðunar að afnema sóttkvíarmöguleikann Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 12:52 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að kórónuveiruaðgerðir verði í gildi á landinu þar til gott bóluefni kemur fram, í einhverja mánuði til viðbótar í það minnsta. Næstu dagar muni skera úr um það hvaða aðgerðir hann leggi næst til við heilbrigðisráðherra. Þá sé til skoðunar að skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur hingað til lands í stað þess að slíkt sé valkvætt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag að sýkingin á Landakoti væri helsta áhyggjuefni sitt núna, og þá hvort hún hefði borist út í samfélagið. „Og hvort við sjáum aukningu á samfélagslegum smitum á næstu dögum,“ sagði Þórólfur. Tölur næstu daga muni jafnframt skera úr um það hvernig Þórólfur hagar tillögum sínum um áframhaldandi veiruaðgerðir á landinu. Núverandi aðgerðir gilda til 3. nóvember en Þórólfur mun á næstu dögum skila inn tillögum til heilbrigðisráðherra. Þórólfur sagði að aðgerðirnar síðustu vikur hefðu skilað árangri þegar litið er til þess að nýsmituðum hefur farið fækkandi. Erfitt væri að segja til um það hvað hörðu aðgerðirnar sem nú eru í gildi verði viðhafðar lengi áfram. Þó megi búast við einhverjum veiruaðgerðum næstu mánuði. „Ég held það þurfi að vera áfram takmarkanir. Við getum ekki sleppt öllu, við verðum að vera með einhvers konar takmarkanir ef við viljum ekki lenda í verri vandræðum heldur en við höfum verið í núna undanfarið. Ég held að þær þurfi að búa með okkur næstu mánuðina, þangað til við fáum gott bóluefni, og þannig getum við byggt upp ónæmi í samfélaginu,“ sagði Þórólfur. Til skoðunar að skylda ferðalanga í skimun Fjórtán greindust með veiruna við landamæraskimun í gær en beðið er mótefnamælingar í einhverjum tilvikum. Þórólfur kvaðst ekki vita nákvæmlega hvaðan hópurinn í gær hefði verið að koma en benti á að fram að þessu hefðu smitaðir á landamærum einkum komið frá Póllandi. Núverandi reglur bjóða fólki upp á val milli tvöfaldrar skimunar og tveggja vikna sóttkvíar við komuna til landsins. Þórólfur tók undir áhyggjur af því að erfitt væri að fylgjast með því hvort fólk, sem kysi sóttkví frekar en skimun, héldi sig í sóttkví. Hann sagði að ráðamenn hefðu nú til skoðunar hvort hægt væri að taka burt þetta val og skylda fólk til að fara í tvöfalda skimun þegar það kemur til landsins. Þórólfur taldi mikilvægt að hafa þessar heimildir, sérstaklega þegar fólk kemur frá löndum þar sem margir hafa verið að greinast með veiruna. „Það er til skoðunar áfram og ég vona að við fáum niðurstöður úr því sem fyrst,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir „Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02 Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58 Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
„Það var enginn gleðskapur starfsmanna“ Engar vísbendingar eru um að starfsmenn Landakots hafi haldið gleðskap áður en hópsýking kom þar upp fyrir helgi. 26. október 2020 12:02
Fimmtíu greindust innanlands og fimmtíu nú á sjúkrahúsi Fimmtíu greindust innanlands í gær og eru fimmtíu manns nú á sjúkrahúsi vegna Covid-19. 26. október 2020 10:58
Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. 25. október 2020 19:46